Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 23:16 Skógruðningur í Amazon regnskóginum hefur aldrei mælst meiri. getty/Ricardo Funari Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu the Guardian. Amazon skógurinn, sem er stærsti regnskógurinn á jörðinni og er gríðarlega mikilvægur vegna súrefnismyndunar og koltvísýrings upptöku, missti 729 ferkílómetra skóglendis á þessum 31 dögum, sem nemur tveimur fótboltavöllum á hverri einustu mínútu, samkvæmt upplýsingum af gervihnattarmyndum ríkisstjórnarinnar. Þó svo að einn mánuður segi nákvæmlega til um hvernig skógruðning verði til langs tíma er maí mánuður talinn mikilvægur leiðarvísir þegar kemur að þessum málum vegna þess hann markar upphaf þurrkatímabils, sem er sá tími þegar skógbruni og annars konar skógruðningur er stundaður. Ef ríkisstjórnin gefur ekki skýr skilaboð um að hún muni ekki lýða frekari hröðun í skógruðningu, hræðast umhverfisverndarsinnar að aukning skógruðnings muni gera árið 2019 eitt versta ár skógruðnings í manna minnum. „Ríkisstjórnin getur ekki hundsað þessar tölur, sem koma frá þeirra eigin stofnun. Spurningin er hvað þau muni gera í málunum,“ sagði Carlos Souza, meðlimur sjálfstæða eftirlitshópnum Imazon. „Þegar kemur að júlí lokum munum við hafa skýra mynd af því hvaða afleiðingar nýlegar aðgerðir til að draga úr umhverfisstefnu stjórnvalda munu hafa.“Stjórnarskipti hafa leitt til minni áherslu á umhverfismál Frá því að öfgahægrimaðurinn Bolsonaro komst til valda í janúar, hefur umhverfisráðuneytið misst vægi sitt, höft við fjárhagslegri nýtingu Amazon skógarins hafa minnkað, aðgreining lands frumbyggja hefur minnkað og hvatt hefur verið til námuvinnslu og ræktunar á svæðinu. Síðan forsetinn gagnrýndi aðal eftirlitsstofnun landsins fyrir að vera „sekta iðnað“ hefur hún gefið út færri sektir nú en síðustu 11 ár og fjöldi eftirlitsferða hefur fækkað um 70% síðan í fyrra. Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, sem hefur verið sakfelldur fyrir umhverfispretti (e. Environmental fraud) og hafði aldrei heimsótt Amazon, hefur einnig minnkað umboð ráðuneytisins en hann hefur ekki tilnefnd svæðisstjóra og hefur rekið fjöldann allan af eftirlitsmönnum. Fyrr í vikunni greindi fréttastofan Folha frá því að hann ynni að einkavæðingu gervihnattaeftirlits skógarins. Hann hefur einnig þjakað norska og þýska styrktaraðila með því að leggja til að þeir fái minna ráðið um það hvernig fjármagni Amazon sjóðsins sé varið. Amazon sjóðurinn býr yfir fjármagni upp á 162 milljarða íslenskra króna. Á þinginu hefur stærsti landbúnaðar þrýstihópurinn ýtt eftir frekari slökun á eftirliti og meðal annars þrýst eftir því að friðarsvæði verði af friðuð.Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.getty/Andre CoelhoElsti sonur Bolsonaro, Flavio, sem er öldungadeildarþingmaður, lagði nýlega til breytingartillögu á einum elstu lögunum um skóginn, sem gerði það að verkum að bændur á Amazon svæðinu þyrftu ekki að viðhalda 50-80% af landi sínu skógi vöxnu. Þessi breyting myndi opna fyrir svæði til notkunar sem væri stærra en Íran. „Þessi aukning skógruðnings er hræðileg en kemur varla á óvart: ríkisstjórnin í Brasilíu er að brjóta upp eiginlega alla þá umhverfisstefnu sem hefur verið komið á síðan 1992 og hefur áreitt ríkisstarfsmenn og með því valdeflt umhverfisglæpamenn,“ sagði Carlos Rittl, aðalritari frjálsu félagasamtakanna Climate Observatory, sem var stofnað af mörgum minni umhverfishópum. „ Hins vegar þurfum við að bíða og sjá hvernig ríkisstjórnin mun starfa í júní.“ Aðrir þættir gætu einnig hafa haft áhrif á aukningu skógruðnings. Fyrstu mánuði þessa árs voru miklar rigningar á svæðinu, sem gerði það að verkum að eftirlit með notkun gervihnatta var erfiðari svo að sum svæði gætu hafa yfirsést í eftirlitinu. Slæma veðrið gæti einnig hafa fengið skógarhöggvara og bændur til að geyma allan ruðning þar til í maí. Hagkerfið, sem ýtir oft undir skógruðning á þeim tímum sem kjöt- og sojaverð er hátt, hefur einnig verið lágt niðri en Bolsonaro hefur haldið því fram að iðnbúskapur geti aukið hagvöxt í Brasilíu. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu the Guardian. Amazon skógurinn, sem er stærsti regnskógurinn á jörðinni og er gríðarlega mikilvægur vegna súrefnismyndunar og koltvísýrings upptöku, missti 729 ferkílómetra skóglendis á þessum 31 dögum, sem nemur tveimur fótboltavöllum á hverri einustu mínútu, samkvæmt upplýsingum af gervihnattarmyndum ríkisstjórnarinnar. Þó svo að einn mánuður segi nákvæmlega til um hvernig skógruðning verði til langs tíma er maí mánuður talinn mikilvægur leiðarvísir þegar kemur að þessum málum vegna þess hann markar upphaf þurrkatímabils, sem er sá tími þegar skógbruni og annars konar skógruðningur er stundaður. Ef ríkisstjórnin gefur ekki skýr skilaboð um að hún muni ekki lýða frekari hröðun í skógruðningu, hræðast umhverfisverndarsinnar að aukning skógruðnings muni gera árið 2019 eitt versta ár skógruðnings í manna minnum. „Ríkisstjórnin getur ekki hundsað þessar tölur, sem koma frá þeirra eigin stofnun. Spurningin er hvað þau muni gera í málunum,“ sagði Carlos Souza, meðlimur sjálfstæða eftirlitshópnum Imazon. „Þegar kemur að júlí lokum munum við hafa skýra mynd af því hvaða afleiðingar nýlegar aðgerðir til að draga úr umhverfisstefnu stjórnvalda munu hafa.“Stjórnarskipti hafa leitt til minni áherslu á umhverfismál Frá því að öfgahægrimaðurinn Bolsonaro komst til valda í janúar, hefur umhverfisráðuneytið misst vægi sitt, höft við fjárhagslegri nýtingu Amazon skógarins hafa minnkað, aðgreining lands frumbyggja hefur minnkað og hvatt hefur verið til námuvinnslu og ræktunar á svæðinu. Síðan forsetinn gagnrýndi aðal eftirlitsstofnun landsins fyrir að vera „sekta iðnað“ hefur hún gefið út færri sektir nú en síðustu 11 ár og fjöldi eftirlitsferða hefur fækkað um 70% síðan í fyrra. Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, sem hefur verið sakfelldur fyrir umhverfispretti (e. Environmental fraud) og hafði aldrei heimsótt Amazon, hefur einnig minnkað umboð ráðuneytisins en hann hefur ekki tilnefnd svæðisstjóra og hefur rekið fjöldann allan af eftirlitsmönnum. Fyrr í vikunni greindi fréttastofan Folha frá því að hann ynni að einkavæðingu gervihnattaeftirlits skógarins. Hann hefur einnig þjakað norska og þýska styrktaraðila með því að leggja til að þeir fái minna ráðið um það hvernig fjármagni Amazon sjóðsins sé varið. Amazon sjóðurinn býr yfir fjármagni upp á 162 milljarða íslenskra króna. Á þinginu hefur stærsti landbúnaðar þrýstihópurinn ýtt eftir frekari slökun á eftirliti og meðal annars þrýst eftir því að friðarsvæði verði af friðuð.Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.getty/Andre CoelhoElsti sonur Bolsonaro, Flavio, sem er öldungadeildarþingmaður, lagði nýlega til breytingartillögu á einum elstu lögunum um skóginn, sem gerði það að verkum að bændur á Amazon svæðinu þyrftu ekki að viðhalda 50-80% af landi sínu skógi vöxnu. Þessi breyting myndi opna fyrir svæði til notkunar sem væri stærra en Íran. „Þessi aukning skógruðnings er hræðileg en kemur varla á óvart: ríkisstjórnin í Brasilíu er að brjóta upp eiginlega alla þá umhverfisstefnu sem hefur verið komið á síðan 1992 og hefur áreitt ríkisstarfsmenn og með því valdeflt umhverfisglæpamenn,“ sagði Carlos Rittl, aðalritari frjálsu félagasamtakanna Climate Observatory, sem var stofnað af mörgum minni umhverfishópum. „ Hins vegar þurfum við að bíða og sjá hvernig ríkisstjórnin mun starfa í júní.“ Aðrir þættir gætu einnig hafa haft áhrif á aukningu skógruðnings. Fyrstu mánuði þessa árs voru miklar rigningar á svæðinu, sem gerði það að verkum að eftirlit með notkun gervihnatta var erfiðari svo að sum svæði gætu hafa yfirsést í eftirlitinu. Slæma veðrið gæti einnig hafa fengið skógarhöggvara og bændur til að geyma allan ruðning þar til í maí. Hagkerfið, sem ýtir oft undir skógruðning á þeim tímum sem kjöt- og sojaverð er hátt, hefur einnig verið lágt niðri en Bolsonaro hefur haldið því fram að iðnbúskapur geti aukið hagvöxt í Brasilíu.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira