Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 13:45 Áhrifaríkasta leiðin til þess að draga úr svifryksmengun er að minnka bílaumferð. vísir/vilhelm Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, lagði frumvarpið fram á Alþingi í haust og er það nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, benti á 85. grein frumvarpsins á Twitter-síðu sinni í dag þar sem kveðið er á um heimildina til að takmarka eða banna umferð þegar mengun er mikil. Í frumvarpinu segir meðal annars: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Andrés merkti Twitter-færsluna með myllumerkinu #grárdagur en margir hafa vakið athygli á mikilli svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu undir myllumerkinu á samfélagsmiðlum í dag.Ný umferðarlög gætu gefið Reykjavíkurborg mikilvæg verkfæri til að takmarka umferð þegar er #grárdagur. Svona meðfram því að við þurfum að draga úr umferð almennt. pic.twitter.com/i9NBjvs1cz — Andrés Ingi (@andresingi) March 5, 2019Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum Loftgæði í Reykjavík hafa í gær og dag verið slæm eða mjög slæm vegna mikillar svifryksmengunar. Reykjavíkurborg hefur hvatt fólk til þess að hvíla einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur auk þess sem fólk með viðkvæm öndunarfæri er varað við því að stunda útivist við stórar umferðargötur. Þá verða fjölfarnar götur í Reykjavík rykbundnar í dag til þess að bæta loftgæði í borginni og verður magnesíum klóríði úðað á stofnbrautir í borginni og götur eins og Bústaðaveg og Suðurlandsbraut. Það er hins vegar ljóst að rykbindingin dugar skammt til þess að minnka mengunina. Áhrifaríkast er að draga úr umferð bíla en líkt og Vísir fjallaði um fyrir ári síðan er umferðin á höfuðborgarsvæðinu svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skortir hins vegar lagalegar heimildir til þess að takmarka eða banna umferð en verði áðurnefnt frumvarp samgönguráðherra samþykkt gæti það breyst.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSkoða að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata, segir að þær aðgerðir sem borgin myndi vilja grípa til verði að vera fjölþættar. Sumar séu íþyngjandi, eins og að takmarka umferð eða leggja gjald á nagladekk, en aðrar ívilnandi, eins og að hafa frítt í strætó þá daga sem mengun fer yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó er einmitt til skoðunar að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ en ekki er víst nákvæmlega hvenær því verkefni verður hleypt af stokkunum. Talið er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi sem rekja má til loftmengunar og bendir Sigurborg í því samhengi á að rík skylda hvíli á borgaryfirvöldum að gæta að lýðheilsu borgarbúa. Þess vegna séu ýmsar leiðir til skoðunar varðandi það hvernig draga megi úr mengun.Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði áhrif á svifryksmengun í borginni.vísir/vilhelmBenda á rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku Á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um frumvarp til umferðarlaga er Viðskiptaráð Íslands. Í umsögninni er bent á rannsókn sem sýnir að það að takmarka eða banna umferð hafi ekki endilega tilætluð áhrif, það er að draga úr mengun, heldur geti aðgerðin haft öfug áhrif við tilteknar aðstæður. Þá gætu þeir sem hafa meiri pening á milli handanna komist hjá takmörkunum eða banni með því að eiga tvo bíla þar sem annar endar á oddatölu en hinn á sléttri tölu. Bendir Viðskiptaráð á aðra leið, það er rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku fyrir ekna kílómetra. Þannig megi draga úr mengun og umferð á háannatíma.Skilvirk leið sem hafi sýnt sig að virkar Spurð út í þessa leið segir Sigurborg að hún komi einnig til skoðunar og hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reyndar óskað eftir því að fá að fara þessa leið, það er að innheimta svokölluð mengunar- og tafargjöld. „Hún er mjög skilvirk og það hefur sýnt sig að hún virkar, bæði í Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Sigurborg. Einfalt sé að innheimta gjöldin en lagagrundvöll þurfi til þess. Hægt væri að koma upp myndavélakerfi í tilteknum götum og lág upphæð væri síðan tekin af hverjum og einum sem þar færi í gegn. „Þetta hefur bein áhrif á umferðarmagnið, það er umferð minnkar. Það er mín skoðun að við ættum hiklaust að skoða þetta með það fyrir augum að skapa varanlegan tekjustofn fyrir sveitarfélögin. Peningurinn sem kæmi af þessu gæti þá farið beint í að byggja upp vistvænni samgöngumáta, til að mynda almenningssamgöngur og öflugt net hjólastíga,“ segir Sigurborg. Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. 4. desember 2018 23:32 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, lagði frumvarpið fram á Alþingi í haust og er það nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, benti á 85. grein frumvarpsins á Twitter-síðu sinni í dag þar sem kveðið er á um heimildina til að takmarka eða banna umferð þegar mengun er mikil. Í frumvarpinu segir meðal annars: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Andrés merkti Twitter-færsluna með myllumerkinu #grárdagur en margir hafa vakið athygli á mikilli svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu undir myllumerkinu á samfélagsmiðlum í dag.Ný umferðarlög gætu gefið Reykjavíkurborg mikilvæg verkfæri til að takmarka umferð þegar er #grárdagur. Svona meðfram því að við þurfum að draga úr umferð almennt. pic.twitter.com/i9NBjvs1cz — Andrés Ingi (@andresingi) March 5, 2019Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum Loftgæði í Reykjavík hafa í gær og dag verið slæm eða mjög slæm vegna mikillar svifryksmengunar. Reykjavíkurborg hefur hvatt fólk til þess að hvíla einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur auk þess sem fólk með viðkvæm öndunarfæri er varað við því að stunda útivist við stórar umferðargötur. Þá verða fjölfarnar götur í Reykjavík rykbundnar í dag til þess að bæta loftgæði í borginni og verður magnesíum klóríði úðað á stofnbrautir í borginni og götur eins og Bústaðaveg og Suðurlandsbraut. Það er hins vegar ljóst að rykbindingin dugar skammt til þess að minnka mengunina. Áhrifaríkast er að draga úr umferð bíla en líkt og Vísir fjallaði um fyrir ári síðan er umferðin á höfuðborgarsvæðinu svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skortir hins vegar lagalegar heimildir til þess að takmarka eða banna umferð en verði áðurnefnt frumvarp samgönguráðherra samþykkt gæti það breyst.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSkoða að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata, segir að þær aðgerðir sem borgin myndi vilja grípa til verði að vera fjölþættar. Sumar séu íþyngjandi, eins og að takmarka umferð eða leggja gjald á nagladekk, en aðrar ívilnandi, eins og að hafa frítt í strætó þá daga sem mengun fer yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó er einmitt til skoðunar að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ en ekki er víst nákvæmlega hvenær því verkefni verður hleypt af stokkunum. Talið er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi sem rekja má til loftmengunar og bendir Sigurborg í því samhengi á að rík skylda hvíli á borgaryfirvöldum að gæta að lýðheilsu borgarbúa. Þess vegna séu ýmsar leiðir til skoðunar varðandi það hvernig draga megi úr mengun.Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði áhrif á svifryksmengun í borginni.vísir/vilhelmBenda á rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku Á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um frumvarp til umferðarlaga er Viðskiptaráð Íslands. Í umsögninni er bent á rannsókn sem sýnir að það að takmarka eða banna umferð hafi ekki endilega tilætluð áhrif, það er að draga úr mengun, heldur geti aðgerðin haft öfug áhrif við tilteknar aðstæður. Þá gætu þeir sem hafa meiri pening á milli handanna komist hjá takmörkunum eða banni með því að eiga tvo bíla þar sem annar endar á oddatölu en hinn á sléttri tölu. Bendir Viðskiptaráð á aðra leið, það er rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku fyrir ekna kílómetra. Þannig megi draga úr mengun og umferð á háannatíma.Skilvirk leið sem hafi sýnt sig að virkar Spurð út í þessa leið segir Sigurborg að hún komi einnig til skoðunar og hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reyndar óskað eftir því að fá að fara þessa leið, það er að innheimta svokölluð mengunar- og tafargjöld. „Hún er mjög skilvirk og það hefur sýnt sig að hún virkar, bæði í Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Sigurborg. Einfalt sé að innheimta gjöldin en lagagrundvöll þurfi til þess. Hægt væri að koma upp myndavélakerfi í tilteknum götum og lág upphæð væri síðan tekin af hverjum og einum sem þar færi í gegn. „Þetta hefur bein áhrif á umferðarmagnið, það er umferð minnkar. Það er mín skoðun að við ættum hiklaust að skoða þetta með það fyrir augum að skapa varanlegan tekjustofn fyrir sveitarfélögin. Peningurinn sem kæmi af þessu gæti þá farið beint í að byggja upp vistvænni samgöngumáta, til að mynda almenningssamgöngur og öflugt net hjólastíga,“ segir Sigurborg.
Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. 4. desember 2018 23:32 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34
Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. 4. desember 2018 23:32
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38