Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 13:39 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Þetta er mat Vegagerðarinnar og undir það tekur Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. Borgin beinir því til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og barna að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er hvatt til þess að almenningur dragi úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður og að fólk nýti sér frekar almenningssamgöngur, sameinist í bíla eða noti aðra vistvæna samgöngumáta.Þarf að draga úr umferðarhraða og ferðum þungra ökutækja Svava segir að ansi margir ökumenn þyrftu að leggja bílnum til þess að viðunandi árangur næðist en auðvitað telji hver og einn bíll sem ekki er ekið þegar aðstæður eru með þessum hætti. „Þetta eru okkar fjölförnustu götur sem leggja hvað mest inn í þetta en það þyrfti ekki hvað síst líka að draga úr umferðarhraða og draga úr ferðum þungra ökutækja. Þau þyrla meira upp. Það er kannski ekki hægt að benda á neina tölu en sem dæmi þá er sólarhringsumferðin í Ártúnsbrekku 62 til 63 þúsund bílar á sólarhring þannig að þú getur ímyndað þér að það þyrfti að bíta ansi mikið þar af til að við förum að sjá viðunandi árangur,“ segir Svava og bætir við aðspurð að hún telji að það væru frekar þúsundir ökumanna, heldur en hundruð, sem þyrftu að leggja bílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengunina.Vilja geta gripið til víðtækari aðgerða Svava segir að til að ná sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið þurfi víðtækari aðgerðir. Heilbrigðiseftirlitið hafi hins vegar ekki lagaheimildir til að grípa til slíkra aðgerða. „Við myndum vilja sjá heimildir til þess að takmarka umferð um ákveðin svæði, eins að takmarka umferðarhraða. Það er aðgerð sem myndi geta minnkað uppþyrlun, því þeim mun meiri hraði því meiri uppþyrlun. Síðan hefur borgin verið að óska eftir því að fá heimild til þess að setja gjald á nagladekkin til að draga aftur úr notkun þeirra,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að notkun nagladekkja hafi aukist á ný eftir að dró úr notkuninni fyrir nokkrum árum. Svava segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að banna nagladekk heldur þurfi að takmarka notkun þeirra eins og unnt er.Ekki von á úrkomu fyrr en á miðvikudag Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í dag og síðustu daga vegna svifryksmengunar eru götusópun á öllum helstu stofnbrautum og svo rykbinding sem Svava segir að sé skammtímaaðgerð. Þá er magnesíumklóríði úðað á göturnar, það bindur rykið og minnkar uppþyrlun. Aðgerðin dugar í um einn til þrjá daga og er gripið til hennar til þess að reyna slá á rykið þegar vitað er að það stefni í mikla rykmengun. Ekki er von á úrkomu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag og má því búast við áframhaldandi svifryksmengun í dag og á morgun.Hér má fylgjast með mælingum loftgæða í borginni. Samgöngur Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Þetta er mat Vegagerðarinnar og undir það tekur Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. Borgin beinir því til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum og barna að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Þá er hvatt til þess að almenningur dragi úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður og að fólk nýti sér frekar almenningssamgöngur, sameinist í bíla eða noti aðra vistvæna samgöngumáta.Þarf að draga úr umferðarhraða og ferðum þungra ökutækja Svava segir að ansi margir ökumenn þyrftu að leggja bílnum til þess að viðunandi árangur næðist en auðvitað telji hver og einn bíll sem ekki er ekið þegar aðstæður eru með þessum hætti. „Þetta eru okkar fjölförnustu götur sem leggja hvað mest inn í þetta en það þyrfti ekki hvað síst líka að draga úr umferðarhraða og draga úr ferðum þungra ökutækja. Þau þyrla meira upp. Það er kannski ekki hægt að benda á neina tölu en sem dæmi þá er sólarhringsumferðin í Ártúnsbrekku 62 til 63 þúsund bílar á sólarhring þannig að þú getur ímyndað þér að það þyrfti að bíta ansi mikið þar af til að við förum að sjá viðunandi árangur,“ segir Svava og bætir við aðspurð að hún telji að það væru frekar þúsundir ökumanna, heldur en hundruð, sem þyrftu að leggja bílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengunina.Vilja geta gripið til víðtækari aðgerða Svava segir að til að ná sem bestum árangri í baráttunni við svifrykið þurfi víðtækari aðgerðir. Heilbrigðiseftirlitið hafi hins vegar ekki lagaheimildir til að grípa til slíkra aðgerða. „Við myndum vilja sjá heimildir til þess að takmarka umferð um ákveðin svæði, eins að takmarka umferðarhraða. Það er aðgerð sem myndi geta minnkað uppþyrlun, því þeim mun meiri hraði því meiri uppþyrlun. Síðan hefur borgin verið að óska eftir því að fá heimild til þess að setja gjald á nagladekkin til að draga aftur úr notkun þeirra,“ segir Svava. Aðspurð segir hún að notkun nagladekkja hafi aukist á ný eftir að dró úr notkuninni fyrir nokkrum árum. Svava segir að það sé ekki endilega nauðsynlegt að banna nagladekk heldur þurfi að takmarka notkun þeirra eins og unnt er.Ekki von á úrkomu fyrr en á miðvikudag Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í dag og síðustu daga vegna svifryksmengunar eru götusópun á öllum helstu stofnbrautum og svo rykbinding sem Svava segir að sé skammtímaaðgerð. Þá er magnesíumklóríði úðað á göturnar, það bindur rykið og minnkar uppþyrlun. Aðgerðin dugar í um einn til þrjá daga og er gripið til hennar til þess að reyna slá á rykið þegar vitað er að það stefni í mikla rykmengun. Ekki er von á úrkomu á höfuðborgarsvæðinu fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag og má því búast við áframhaldandi svifryksmengun í dag og á morgun.Hér má fylgjast með mælingum loftgæða í borginni.
Samgöngur Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20
Stofnbrautirnar úðaðar gegn svifryki Í nótt voru fjölfarnar götur rykbundnar til þess að bæta loftgæði í borginni. 5. mars 2018 10:26