Blása á sögusagnir um heilsu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 14:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Óundirbúin ferð Donald Trump á sjúkrahús um síðustu helgi hefur vakið spurningar um heilsu hins 73 ára gamla forseta Bandaríkjanna. Mikil leynd hvíldi yfir ferðinni og sást Trump ekkert í minnst tvo daga eftir hana. Í gær fundaði hann með Jerome H. Powell, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og var sá fundur í heimilisálfu Hvíta hússins, ekki á skrifstofu forsetans. Trump er elsti forseti Bandaríkjanna hingað til og er ekki þekktur fyrir heilbrigt mataræði þó hann segist aldrei hafa reykt og drekki ekki. Trump og starfsmenn hans héldu því fram að forsetinn hefði nýtt sér lausa helgi til að hefja opinbera heilsuskoðun næsta árs. Fregnir hafa þó borist af því að ferðin hafi verið óvænt og hafi ekki einu sinni verið á áætlun Hvíta hússins fyrir daginn.Í yfirlýsingu sagði Stephanie Grisham, talskona Hvíta hússins, að Trump hefði farið í fljóta skoðun og hann væri við góða heilsu, orkumikill og hefði yfir engu að kvarta. Hún bætti við að hún hefði „oft gefið yfirlýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar“. Sem gefur sterklega í skyn að hún hafi einnig logið að fjölmiðlum. Í viðtali við Fox News sagði hún svo að Trump væri eins hraustur og mögulegt væri. Enginn hefði meiri orku í Hvíta húsinu en hann og hann ynni frá sex á morgnanna til „þú veist, mjög, mjög seint á kvöldin. Hann hefur það fínt.“ Þáttastjórnandinn Jeanine Pirro bætti við að Trump „væri nánast ofurmenni“. Læknir Hvíta hússins gaf svo út minnisblað í gærkvöldi þar sem hann sagði að um hefðbundnar rannsóknir hafi verið að ræða og eina ástæðan fyrir leyndinni hefði verið út af óvissu með tímasetningu. „Þrátt fyrir vangaveltur, hefur forsetinn ekki fundið fyrir sársauka í brjósti, né var hann rannsakaður vegna kvilla eða bráðaástands,“ stóð í minnisblaðinu. Þar kom einnig fram að forsetinn hafi ekki farið í sértæka rannsókn í tengslum við hjarta eða taugakerfi. Læknirinn sagði einnig að Trump myndi fara í frekari rannsóknir á næsta ári.Visited a great family of a young man under major surgery at the amazing Walter Reed Medical Center. Those are truly some of the best doctors anywhere in the world. Also began phase one of my yearly physical. Everything very good (great!). Will complete next year. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja óeðlilegt að forseti skipti heilsuskoðun niður og sérstaklega ef hlutar hennar eigi að eiga sér stað með margra mánaða millibili. Þá er stutt síðan hann fór í álíka skoðun.Einnig þykir óeðlilegt að skoðunin hafi ekki verið tilkynnt fyrirfram. Það hafi ávallt verið gert hingað til. Þar að auki hafi forsetinn ekki ferðast með þyrlu sinni, eins og hefð er fyrir, heldur hafi verið notast við bílalest Hvíta hússins. Í þeirri bílalest er sjúkrabíll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem læknisskoðun Trump vekur athygli. í janúar 2018 virtist sem að forsetinn hækkaði um þrjá sentímetra í læknisskoðun og var hann því á mörkum þess að vera með offitu.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offituÍ kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 gerði Trump ítrekað athugasemdir við heilsu Hillary Clinton og sagði hana ekki hafa burði til að vera forseti. Eftir að hún fékk aðsvif birtu bandamenn Trump myndbönd af atvikinu en skömmu seinna lýsti framboð hennar því yfir að hún hefði verið með lungnabólgu. Framboð Trump birti tíst í gær þar sem þau lýstu vangaveltum um heilsu Trump sem móðursýki og lýstu forsetanum við Superman.BREAKING: An X-Ray image has been released from President @realDonaldTrump’s visit to Walter Reed Surely @CNN can stop the hysteria now! pic.twitter.com/KTuHczh0ih — Team Trump (@TeamTrump) November 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Óundirbúin ferð Donald Trump á sjúkrahús um síðustu helgi hefur vakið spurningar um heilsu hins 73 ára gamla forseta Bandaríkjanna. Mikil leynd hvíldi yfir ferðinni og sást Trump ekkert í minnst tvo daga eftir hana. Í gær fundaði hann með Jerome H. Powell, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og var sá fundur í heimilisálfu Hvíta hússins, ekki á skrifstofu forsetans. Trump er elsti forseti Bandaríkjanna hingað til og er ekki þekktur fyrir heilbrigt mataræði þó hann segist aldrei hafa reykt og drekki ekki. Trump og starfsmenn hans héldu því fram að forsetinn hefði nýtt sér lausa helgi til að hefja opinbera heilsuskoðun næsta árs. Fregnir hafa þó borist af því að ferðin hafi verið óvænt og hafi ekki einu sinni verið á áætlun Hvíta hússins fyrir daginn.Í yfirlýsingu sagði Stephanie Grisham, talskona Hvíta hússins, að Trump hefði farið í fljóta skoðun og hann væri við góða heilsu, orkumikill og hefði yfir engu að kvarta. Hún bætti við að hún hefði „oft gefið yfirlýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar“. Sem gefur sterklega í skyn að hún hafi einnig logið að fjölmiðlum. Í viðtali við Fox News sagði hún svo að Trump væri eins hraustur og mögulegt væri. Enginn hefði meiri orku í Hvíta húsinu en hann og hann ynni frá sex á morgnanna til „þú veist, mjög, mjög seint á kvöldin. Hann hefur það fínt.“ Þáttastjórnandinn Jeanine Pirro bætti við að Trump „væri nánast ofurmenni“. Læknir Hvíta hússins gaf svo út minnisblað í gærkvöldi þar sem hann sagði að um hefðbundnar rannsóknir hafi verið að ræða og eina ástæðan fyrir leyndinni hefði verið út af óvissu með tímasetningu. „Þrátt fyrir vangaveltur, hefur forsetinn ekki fundið fyrir sársauka í brjósti, né var hann rannsakaður vegna kvilla eða bráðaástands,“ stóð í minnisblaðinu. Þar kom einnig fram að forsetinn hafi ekki farið í sértæka rannsókn í tengslum við hjarta eða taugakerfi. Læknirinn sagði einnig að Trump myndi fara í frekari rannsóknir á næsta ári.Visited a great family of a young man under major surgery at the amazing Walter Reed Medical Center. Those are truly some of the best doctors anywhere in the world. Also began phase one of my yearly physical. Everything very good (great!). Will complete next year. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja óeðlilegt að forseti skipti heilsuskoðun niður og sérstaklega ef hlutar hennar eigi að eiga sér stað með margra mánaða millibili. Þá er stutt síðan hann fór í álíka skoðun.Einnig þykir óeðlilegt að skoðunin hafi ekki verið tilkynnt fyrirfram. Það hafi ávallt verið gert hingað til. Þar að auki hafi forsetinn ekki ferðast með þyrlu sinni, eins og hefð er fyrir, heldur hafi verið notast við bílalest Hvíta hússins. Í þeirri bílalest er sjúkrabíll. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem læknisskoðun Trump vekur athygli. í janúar 2018 virtist sem að forsetinn hækkaði um þrjá sentímetra í læknisskoðun og var hann því á mörkum þess að vera með offitu.Sjá einnig: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offituÍ kosningabaráttunni fyrir kosningarnar 2016 gerði Trump ítrekað athugasemdir við heilsu Hillary Clinton og sagði hana ekki hafa burði til að vera forseti. Eftir að hún fékk aðsvif birtu bandamenn Trump myndbönd af atvikinu en skömmu seinna lýsti framboð hennar því yfir að hún hefði verið með lungnabólgu. Framboð Trump birti tíst í gær þar sem þau lýstu vangaveltum um heilsu Trump sem móðursýki og lýstu forsetanum við Superman.BREAKING: An X-Ray image has been released from President @realDonaldTrump’s visit to Walter Reed Surely @CNN can stop the hysteria now! pic.twitter.com/KTuHczh0ih — Team Trump (@TeamTrump) November 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Getur þú náð hæstu einkunn á prófinu sem Trump tók? Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer. 17. janúar 2018 14:00
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58