Vara við „nýrri tegund“ hryðjuverkamanna á Norður-Írlandi Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2019 22:58 Lyra McKee þótti mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafa margir lýst yfir sorg sinni vegna morðsins. Vísir/Getty Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Yfirmaður rannsóknarinnar á morði blaðakonunnar Lyra McKee segir nýja tegund hryðjuverkamanna vera að spretta upp í Norður-Írlandi. Tveir karlmenn á tvítugsaldri hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Guardian greinir frá. Mennirnir eru sagðir vera hluti af hópnum New IRA, Nýa írska lýðveldishernum, og voru þeir handteknir á grundvelli hryðjuverkalöggjafar og færðir á lögreglustöð í Belfast til yfirheyrsla. Lyra McKee var 29 ára gömul.Vísir/AP Vill að samstarf almennings og lögreglu verði hluti af minningu McKee Á blaðamannafundi sagði Jason Murphy, rannsóknarlögreglumaður, að hryðjuverkamenn væru að halda sig til í skugganum. Ný tegund hryðjuverkamanna væri að líta dagsins ljós og þróunin væri varhugaverð. „Það er okkar tilfinning að það sem kom fyrir Lyru olli stefnubreytingu og ég biðla til fólks sem treystir sér til að stíga fram og hjálpa okkur. Þeir sem myrtu Lyru í þessari huglausu árás mega ekki fá tækifæri til þess að gera slíkt aftur.“ Þá segist hann sannfærður um að einhverjir hafi að geyma upplýsingar um árásina og hvetur þá til þess að setja sig í samband við lögreglu en ekki láta undan hótunum. „Við munum vinna með ykkur af varkárni.“ Mikil reiði hefur verið í garð samtakanna eftir morðið á McKee.Vísir/Getty Segja dauða McKee hafa verið slys Morðið á McKee hefur valdið mikilli andúð í garð lýðveldishersins í Derry og hafa forsvarsmenn hópsins stigið fram og beðist afsökunar á dauða hennar. Þeir segja hann vera hræðilegt slys af völdum sjálfboðaliða sem hafi ætlað sér að beina vopnum sínum að lögreglu. Í gær birti lögregla myndband af morðingja McKee sem sýnir morðingjann skjóta í átt að lögregluþjónum og samverkamenn hans. McKee fékk eitt skot í höfuðið og lést en hún stóð nærri lögreglunni og fylgdist með óeirðunum. McKee skaust á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún skrifaði vinsæla bloggfærslu um hvernig það var að alast upp samkynhneigð í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Þá þótti hún mjög efnilegur rannsóknarblaðamaður og hafði nýverið skrifað undir samning um að skrifa tvær bækur
Bretland Írland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00