Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 21:26 Boeing 737 MAX undir merkjum American Airlines. Vísir/Getty Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira