Guardiola bað Liverpool fólk afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 14:15 Pep Guardiola með gullið um hálsinn um síðustu helgi. Getty/Matthew Ashton Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira