Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“ Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn „óvænt, skemmtileg og djörf.“ Pálmatrjánum verður komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarnarsíkis. Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðaeigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu. „Kallað var eftir tillögum að verkum sem myndu styrkja þau markmið að myndlist verði veigamikill og afgerandi hluti umhverfis og mannlífs í Vogabyggð og skapa þannig örvandi umhverfi fyrir alla aldurs- og þjóðfélagshópa,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur en úrslitin voru kynnt á Kjarvalsstöðum í dag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré eftir tíu til fimmtán ár, til að mynda japönsk kirsuberjatré, ef íbúar óska þess.Karin Sanders er höfundur verksins sem varð hlutskarpast í samkeppninni.vísir/Egill„Ég var að hugsa um svona draumkennt hverfi sem þeir [íbúarnir] myndu skapa þegar þeir búa þarna. Þeir hafa gjarnan framandi plöntur í litlum pottum fyrir utan gluggann hjá sér og hugsa kannski um frí og ferðalög svo pálmatrén eiga að endurspegla þetta í stærra samhengi í almannarýminu,“ segir Sanders, spurð um hugmyndina á bakvið verkið. Auk vinningstillögunnar lagði dómnefnd til að Reykjavíkurborg festi jafnframt kaup á tillögu danska listamannahópsins A Kassen sem er samkvæmt umsögn dómnefndar „skemmtileg tillaga þar sem lagt er til að einn 30 metra ljósastaur komi í stað venjulegs staurs við einhverja götu eða torg í Vogabyggð.“
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira