Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 15:00 Sendiráð Kína í Bandaríkjunum. Vísir/getty Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. Útlit er fyrir að þetta sé í fyrsta sinn sem kínverskir erindrekar eru sakaðir um njósnir í Bandaríkjunum í rúm 30 ár. Embættismenn í Bandaríkjunum segjast fullvissir að minnst annar erindrekanna sé njósnari. Þeir voru á ferð með eiginkonum sínum og reyndu að komast undan eftirför herlögreglu. Það var í september sem atvikið átti sér stað en umrædd herstöð hýs leynilegar sérsveitir Bandaríkjahers.Samkvæmt frétt New York Times var brottvísun erindrekanna ekki tilkynnti af Bandaríkjunum né Kína. Atvikið hefur ýtt undir áhyggjur forsvarsmanna Bandaríkjanna af auknum njósnum Kína þar í landi. Leyniþjónustur segja að þegar komi að njósnum stafi Bandaríkjunum mest ógn af Kína.Fólkið mun hafa keyrt upp að öryggishliði herstöðvarinnar og þar tilkynnti vörður þeim að þau mættu ekki vera þar og að þau ættu að keyra í gegnum hliðið og snúa þar við. Þau héldu þó ferðinni áfram inn í herstöðina og stöðvuðu ekki fyrr en slökkviliðsbílum var ekið í veg þeirra. Mennirnir sögðust ekki hafa skilið fyrirmæli varðarins og þeir hafi einfaldlega týnst. Það draga bandarískir embættismenn í efa og telja að um tilraun hafi verið að ræða. Ef þeir hefðu komist óáreittir inn í herstöðina hefði hátt settur njósnari verið sendur seinna meir. Í frétt NYT segir að kínverskir erindrekar hafi að undanförnu stungið kollinum upp í rannsóknarstöðvum og opinberum stofnunum, án þess að hafa tilkynnt ferðina fyrirfram. Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Kína að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Síðast var tveimur kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum árið 1987. Segja njósnir Kínverja hafa aukist Bandaríkin hafa á undanförnum árum, eins og áður hefur komið fram, sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir þar í landi. Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Fyrr á þessu ári var kínverskur námsmaður dæmdur í árs fangelsi fyrir að taka myndir af leynilegri varnarstöð. Hann hafði komið sér fram hjá girðingu og gengið að stöðinni og tekið myndir. þegar hann var gómaður sagðist hann vera villtur. Árið 2016 játaði kínverskur maður að hafa stolið sérstökum kornum sem þróuð voru af bandarískum fyrirtækjum og sendi hann þau til Kína. Í síðasta mánuði var fyrrverandi starfsmaður CIA dæmdur í 19 ára fangelsi vegna njósna fyrir Kína. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa verið dæmdir á þessu ári fyrir að njósna fyrir Kína. Hann var að njósna fyrir Kína á sama tíma og um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína voru fangelsaðir eða teknir af lífi.Sjá einnig: Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dómÞá standa yfir réttarhöld gegn tveimur mönnum sem sakaðir eru um að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum frá Apple og reynt að koma þeim til Kína.Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur varað rannsóknastofu og stofnanir við að ráða kínverska fræðimenn og nemendur. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. 3. maí 2019 12:00 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu tveimur kínverskum erindrekum úr landi fyrr í vetur eftir að þeir höfðu keyrt inn í herstöð í Virginíu. Útlit er fyrir að þetta sé í fyrsta sinn sem kínverskir erindrekar eru sakaðir um njósnir í Bandaríkjunum í rúm 30 ár. Embættismenn í Bandaríkjunum segjast fullvissir að minnst annar erindrekanna sé njósnari. Þeir voru á ferð með eiginkonum sínum og reyndu að komast undan eftirför herlögreglu. Það var í september sem atvikið átti sér stað en umrædd herstöð hýs leynilegar sérsveitir Bandaríkjahers.Samkvæmt frétt New York Times var brottvísun erindrekanna ekki tilkynnti af Bandaríkjunum né Kína. Atvikið hefur ýtt undir áhyggjur forsvarsmanna Bandaríkjanna af auknum njósnum Kína þar í landi. Leyniþjónustur segja að þegar komi að njósnum stafi Bandaríkjunum mest ógn af Kína.Fólkið mun hafa keyrt upp að öryggishliði herstöðvarinnar og þar tilkynnti vörður þeim að þau mættu ekki vera þar og að þau ættu að keyra í gegnum hliðið og snúa þar við. Þau héldu þó ferðinni áfram inn í herstöðina og stöðvuðu ekki fyrr en slökkviliðsbílum var ekið í veg þeirra. Mennirnir sögðust ekki hafa skilið fyrirmæli varðarins og þeir hafi einfaldlega týnst. Það draga bandarískir embættismenn í efa og telja að um tilraun hafi verið að ræða. Ef þeir hefðu komist óáreittir inn í herstöðina hefði hátt settur njósnari verið sendur seinna meir. Í frétt NYT segir að kínverskir erindrekar hafi að undanförnu stungið kollinum upp í rannsóknarstöðvum og opinberum stofnunum, án þess að hafa tilkynnt ferðina fyrirfram. Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Kína að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Síðast var tveimur kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum árið 1987. Segja njósnir Kínverja hafa aukist Bandaríkin hafa á undanförnum árum, eins og áður hefur komið fram, sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir þar í landi. Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Fyrr á þessu ári var kínverskur námsmaður dæmdur í árs fangelsi fyrir að taka myndir af leynilegri varnarstöð. Hann hafði komið sér fram hjá girðingu og gengið að stöðinni og tekið myndir. þegar hann var gómaður sagðist hann vera villtur. Árið 2016 játaði kínverskur maður að hafa stolið sérstökum kornum sem þróuð voru af bandarískum fyrirtækjum og sendi hann þau til Kína. Í síðasta mánuði var fyrrverandi starfsmaður CIA dæmdur í 19 ára fangelsi vegna njósna fyrir Kína. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa verið dæmdir á þessu ári fyrir að njósna fyrir Kína. Hann var að njósna fyrir Kína á sama tíma og um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína voru fangelsaðir eða teknir af lífi.Sjá einnig: Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dómÞá standa yfir réttarhöld gegn tveimur mönnum sem sakaðir eru um að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum frá Apple og reynt að koma þeim til Kína.Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur varað rannsóknastofu og stofnanir við að ráða kínverska fræðimenn og nemendur.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. 3. maí 2019 12:00 Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Hafa áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja á norðurslóðum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað við auknum hernaðarumsvifum Kínverja á norðurskautinu og uppbyggingu þeirra á kafbátum sem borið geta kjarnorkuvopn. 3. maí 2019 12:00
Drekinn að ná í stélið á erninum Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. 16. janúar 2019 23:24