Demókratar hvetja Repúblikana til þess að greiða atkvæði með ákærum Sylvía Hall skrifar 15. desember 2019 23:45 Ákærurnar gegn Trump voru samþykktar af dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Vísir/Getty Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. Ákærurnar voru samþykktar af dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Atkvæðagreiðslan á föstudag fór eftir flokkslínum, 23-17, og því næst munu allir þingmenn deildarinnar greiða atkvæði um ákærurnar í vikunni. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram vegna meintra brota forsetans. Trump er gefið að sök að hafa sett þjóðaröryggi í hættu og grafið undan komandi forsetakosningum í landinu á næsta ári með samskiptum sínum við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, og að hafa haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem hann er sagður hafa gert til þess að þrýsta á Úkraínuforseta.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. Lindsay Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera sanngjarn kviðdómandi.Vísir/Getty Gagnrýna yfirlýsingar Repúblikana harðlega Repúblikanar hafa verið gagnrýndir af Demókrötum fyrir það að gefa það út þeir muni ekki greiða atkvæði með ákærunum. Segja þeir það brjóta í bága við þann eið sem þeir sverja fyrir réttarhöld á borð við þau sem munu fara fram í öldungadeildinni þar sem þingmenn heita því að sækjast eftir „óvilhöllu réttlæti“. Á meðal þeirra sem hafa gefið það út að hafa gert upp hug sinn varðandi réttarhöldin er Lindsay Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagðist ekki ætla sér að vera „sanngjarn“ kviðdómandi og muni gera allt sem hann geti til þess að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi.Sjá einnig: Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi „Þetta mun koma fyrir öldungadeildina og það mun fljótt deyja. Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að þetta deyi fljótt,“ sagði þingmaðurinn í gær, en hann sjálfur gagnrýndi þá þingmenn Demókrata sem höfðu gert upp hug sinn fyrirfram þegar Bill Clinton var ákærður fyrir embættisbrot. „Ég er að reyna að senda frá mér skýr skilaboð um að ég er búinn að kveða upp hug minn,“ sagði Graham. „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi. Það sem ég sé að er að gerast er bara flokkapólitík.“ Graham sló á svipaða strengi og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem sagði í vikunni að hann myndi vinna að réttarhöldunum í nánu samstarfi með lögmönnum Trump. Adam Schiff.Vísir/Getty Trump sé „skýr og viðvarandi ógn“ við lýðræðið Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar og þingmaður Demókrata, sagði í viðtali við ABC að Trump hefði ekki látið af brotum í starfi þrátt fyrir rannsókn á meintum embættisbrotum hans. Hann sé augljós ógn við lýðræðið og nefndi að Trump hafi áfram beðið Úkraínu og Kína um að rannsaka fjölskyldu Joe Biden, sem er líklegur andstæðingur hans í forsetakosningunum vestanhafs á næsta ári. „Ógnin við heilindi kosninga okkar heldur áfram. Mér finnst hún vera skýr og viðvarandi ógn við lýðræðið okkar og ekki eitthvað sem við getum litið fram hjá einungis vegna þess að Repúblikanar í þinginu neita að sinna skyldum sínum,“ sagði Schiff. Þó eru ekki allir Demókratar á einu máli og hafa margir viljað stíga varlega til jarðar í slíkum yfirlýsingum. Þá gekk Jeff Van Drew, þingmaður Demókrataflokksins, úr flokknum í gær og ætlar að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Van Drew, sem þykir nokkuð íhaldssamur, hefur verið mótfallinn ákæruferlinu en hann náði kjöri á síðasta ári í kjördæmi sem þykir hliðhollt Repúblikanaflokknum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“ Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera "sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. 14. desember 2019 21:29 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. Ákærurnar voru samþykktar af dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Atkvæðagreiðslan á föstudag fór eftir flokkslínum, 23-17, og því næst munu allir þingmenn deildarinnar greiða atkvæði um ákærurnar í vikunni. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram vegna meintra brota forsetans. Trump er gefið að sök að hafa sett þjóðaröryggi í hættu og grafið undan komandi forsetakosningum í landinu á næsta ári með samskiptum sínum við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, og að hafa haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu, sem hann er sagður hafa gert til þess að þrýsta á Úkraínuforseta.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. Lindsay Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera sanngjarn kviðdómandi.Vísir/Getty Gagnrýna yfirlýsingar Repúblikana harðlega Repúblikanar hafa verið gagnrýndir af Demókrötum fyrir það að gefa það út þeir muni ekki greiða atkvæði með ákærunum. Segja þeir það brjóta í bága við þann eið sem þeir sverja fyrir réttarhöld á borð við þau sem munu fara fram í öldungadeildinni þar sem þingmenn heita því að sækjast eftir „óvilhöllu réttlæti“. Á meðal þeirra sem hafa gefið það út að hafa gert upp hug sinn varðandi réttarhöldin er Lindsay Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagðist ekki ætla sér að vera „sanngjarn“ kviðdómandi og muni gera allt sem hann geti til þess að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi.Sjá einnig: Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi „Þetta mun koma fyrir öldungadeildina og það mun fljótt deyja. Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að þetta deyi fljótt,“ sagði þingmaðurinn í gær, en hann sjálfur gagnrýndi þá þingmenn Demókrata sem höfðu gert upp hug sinn fyrirfram þegar Bill Clinton var ákærður fyrir embættisbrot. „Ég er að reyna að senda frá mér skýr skilaboð um að ég er búinn að kveða upp hug minn,“ sagði Graham. „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi. Það sem ég sé að er að gerast er bara flokkapólitík.“ Graham sló á svipaða strengi og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem sagði í vikunni að hann myndi vinna að réttarhöldunum í nánu samstarfi með lögmönnum Trump. Adam Schiff.Vísir/Getty Trump sé „skýr og viðvarandi ógn“ við lýðræðið Adam Schiff, formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar og þingmaður Demókrata, sagði í viðtali við ABC að Trump hefði ekki látið af brotum í starfi þrátt fyrir rannsókn á meintum embættisbrotum hans. Hann sé augljós ógn við lýðræðið og nefndi að Trump hafi áfram beðið Úkraínu og Kína um að rannsaka fjölskyldu Joe Biden, sem er líklegur andstæðingur hans í forsetakosningunum vestanhafs á næsta ári. „Ógnin við heilindi kosninga okkar heldur áfram. Mér finnst hún vera skýr og viðvarandi ógn við lýðræðið okkar og ekki eitthvað sem við getum litið fram hjá einungis vegna þess að Repúblikanar í þinginu neita að sinna skyldum sínum,“ sagði Schiff. Þó eru ekki allir Demókratar á einu máli og hafa margir viljað stíga varlega til jarðar í slíkum yfirlýsingum. Þá gekk Jeff Van Drew, þingmaður Demókrataflokksins, úr flokknum í gær og ætlar að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Van Drew, sem þykir nokkuð íhaldssamur, hefur verið mótfallinn ákæruferlinu en hann náði kjöri á síðasta ári í kjördæmi sem þykir hliðhollt Repúblikanaflokknum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“ Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera "sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. 14. desember 2019 21:29 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“ Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera "sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. 14. desember 2019 21:29
Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42
Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15