Skipstjórinn handtekinn vegna harmleiksins í Búdapest Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 22:16 Skemmtiferðaskipið Viking Sigyn. Vísir/Getty Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri. Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Skipstjóri skemmtiferðaskipsins sem rakst á útsýnisbát í Dóná í Búdapest hefur verið handtekinn. Skipstjórinn er 64 ára gamall og frá Úkraínu en hann er sakaður um gáleysi á siglingaleið sem olli dauða sjö manneskja. Útsýnisbáturinn, sem flutti suður kóreska ferðamenn, sökk á sjö sekúndum eftir áreksturinn í gær. Björgunarmenn eru vonlitlir um að finna einhverja af þeim 21 sem er saknað á lífi.Lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á þessum árekstri en slys á þessari siglingaleið er sögð fátíð þó svo að umferð sé mikil. Sjö björguðust en glímdu þó allir við ofkælingu að sögn björgunarmanna. Upptökur á öryggismyndavélum sýna þegar skemmtiferðaskipið Viking Sigyn rakst á minni útsýnisbátinn, Hableany, eða Hafmeyjuna, nærri Margrétarbrúnni í miðri Búdapest í gærkvöldi.„Þetta gerðist allt saman mjög hratt,“ sagði Clay Findley, bandarískur ferðamaður sem var farþegi Viking Sigyn. „Ég hélt að við færum fram hjá en stefni Vikings hafnaði á skuti útsýnisbátsins. Skrokkur útsýnisbátsins kastaðist upp og nokkrum sekúndum síðar var hann sokkinn.“ Einn farþega Viking Sigyn segist hafa verið á einum af svölum skemmtiferðaskipsins þegar hann sá fólk í sjónum hrópa á hjálp. Engan á Viking Sigyn sakaði. Lögreglan ákvað að yfirheyra skipstjóra Viking Sigyn sem var handtekinn eftir yfirheyrsluna. Þrjátíu suður kóreskir ferðamenn voru um borð í útsýnisbátnum ásamt þremur leiðsögumönnum og tveggja manna áhöfn. Flestir ferðamannanna voru á fimmtugsaldri, en í hópnum var þó sex ára gamalt barn og karl á áttræðisaldri.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Sjö látnir og fjölda saknað eftir að bát hvolfdi í Búdapest Báturinn er notaður í útsýnissiglingar fyrir ferðamenn í ungversku höfuðborginni. 29. maí 2019 22:03
Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24