Erlent

Sjö sekúndur frá á­rekstrinum og þar til báturinn sökk

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð við Margrétarbrúna, skammt frá ungverska þinghúsinu í Búdapest.
Slysið varð við Margrétarbrúna, skammt frá ungverska þinghúsinu í Búdapest. AP
Einungis sjö sekúndur liðu frá því að útsýnisbáturinn Hafmeyjan rakst á skemmtiferðaskipið Viking Sigyn á Dóná í Búdapest og þar til að hann sökk.

Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir slysið sem varð við Margrétarbrúna, skammt frá þinghúsinu í ungversku höfuðborginni klukkan 22 að staðartíma í gær. Talsmaður ungverskra yfirvalda segir að „lágmarkslíkur“ eru á því að finna fleiri á lífi.

Um borð í bátnum voru suður-kóreskir ferðamenn og leiðsögumenn, auk tveggja ungverskra áhafnarmeðlima. Sjö suður-kóreskir ferðamenn komust lífs af.

Margrétarbúin er skammt frá ungverska höfuðborginni og er ein af sjö brúum yfir Dóná sem tengir borgirnar Búda og Pest.

Að neðan má sjá myndband af slysinu.



Á blaðamannafundi á hádegi í dag greindi lögregla frá því að bæði báturinn og skemmtiferðaskipið hafi verið á siglingu norður þegar slysið varð.

Mikil úrkoma torveldaði allt björgunarstarf og hefur verið mikið í ánni. Leit fer fram meðfram ánni alveg að landamærum Serbíu, 200 kílómetrum frá slysstaðnum.

Ungverskir fjölmiðlar segja frá því að eitt lík hafi fundist við Petofi-brúna, um þremur kílómetrum frá slysstaðnum.

Útsýningsbáturinn var í eigu fyrirtækisins Panorama Deck Company og á heimasíðu þess segir að báturinn hafi verið sá minnsti í flotanum með hámarksfarþegafjölda upp á 45.


Tengdar fréttir

Nítján enn saknað í Búdapest

Sjö suður-kóreskir ferðamenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að útsýnisbát hvolfdi á Dóná í Búdapest í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×