Tveir fréttamenn á meðal hinna látnu í hryðjuverkaárás í Sómalíu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 11:03 Sómalska fréttakonan Hodan Nalayeh var 43 ára þegar hún lést. Mynd/Facebook Tuttugu og sex eru látin og að minnsta kosti fimmtíu særð eftir árás á hótel í hafnarborginni Kismayu í Sómalíu. Þeirra á meðal eru frambjóðandi í héraðsstjórnarkosningum, tveir fréttamenn, tveir Bandaríkjamenn, einn breskur ríkisborgari og einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hryðjuverkasamtökin Al Shaabab hafa gengist við morðunum. Fjórir liðsmenn þeirra sprengdu fyrst bílsprengju við hótelið og réðust svo til inngöngu í það. Allir fjórir féllu í átökum við öryggissveitir. Fundur stjórnmálamanna úr héraðinu stóð yfir á hótelinu þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. Á vef BBC er haft eftir sjónarvottum að gríðarleg sprenging hafi heyrst áður en mennirnir réðust inn á hótelið, þar sem mikil skelfing hafi gripið um sig. Á meðal hinna látnu er fréttakonan Hodan Nalayeh og eiginmaður hennar, Farid. Hodan stofnaði fréttamiðilinn Integration TV og fjallaði þar um daglegt líf í Sómalíu. Hodan flutti til Kanada með fjölskyldu sinni þegar hún var sex ára og varð þar einn forkólfa í samfélagi Sómala í landinu. Hún settist nýlega aftur að í Sómalíu með eiginmanni sínum og börnum. Blaðamaðurinn Farhan Jimale minntist Hodan á Twitter-reikningi sínum eftir árásina. Þá lést sómalski blaðamaðurinn Mohamed Omar Sahal einnig á árásinni.I'm saddened by the death of my dear friend the Somali Canadian journalist, Hodan Nalayeh, who was among those killed in today's attack in #Kismaayo. She was a bright star & a beautiful soul that represented the best of her people & homeland #Somalia at all times. RIP sister. pic.twitter.com/DGkEcTPED4— Farhan Jimale (@farhanjimale) July 12, 2019 Sómalía Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Tuttugu og sex eru látin og að minnsta kosti fimmtíu særð eftir árás á hótel í hafnarborginni Kismayu í Sómalíu. Þeirra á meðal eru frambjóðandi í héraðsstjórnarkosningum, tveir fréttamenn, tveir Bandaríkjamenn, einn breskur ríkisborgari og einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hryðjuverkasamtökin Al Shaabab hafa gengist við morðunum. Fjórir liðsmenn þeirra sprengdu fyrst bílsprengju við hótelið og réðust svo til inngöngu í það. Allir fjórir féllu í átökum við öryggissveitir. Fundur stjórnmálamanna úr héraðinu stóð yfir á hótelinu þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða. Á vef BBC er haft eftir sjónarvottum að gríðarleg sprenging hafi heyrst áður en mennirnir réðust inn á hótelið, þar sem mikil skelfing hafi gripið um sig. Á meðal hinna látnu er fréttakonan Hodan Nalayeh og eiginmaður hennar, Farid. Hodan stofnaði fréttamiðilinn Integration TV og fjallaði þar um daglegt líf í Sómalíu. Hodan flutti til Kanada með fjölskyldu sinni þegar hún var sex ára og varð þar einn forkólfa í samfélagi Sómala í landinu. Hún settist nýlega aftur að í Sómalíu með eiginmanni sínum og börnum. Blaðamaðurinn Farhan Jimale minntist Hodan á Twitter-reikningi sínum eftir árásina. Þá lést sómalski blaðamaðurinn Mohamed Omar Sahal einnig á árásinni.I'm saddened by the death of my dear friend the Somali Canadian journalist, Hodan Nalayeh, who was among those killed in today's attack in #Kismaayo. She was a bright star & a beautiful soul that represented the best of her people & homeland #Somalia at all times. RIP sister. pic.twitter.com/DGkEcTPED4— Farhan Jimale (@farhanjimale) July 12, 2019
Sómalía Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira