Liverpool treystir á vængbrotna Máva Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. maí 2019 13:00 Chris Hughton er stjóri Brighton. vísir/getty Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudaginn þegar allir tíu leikirnir verða leiknir samtímis. Flautað er á klukkan 14.00 og verða Englandsmeistarar krýndir í leikslok en óvíst er hvort Manchester City eða Liverpool hreppir hnossið í ár þó að City þurfi að teljast líklegri. Spennan er heldur minni í hinum átta leikjunum, Arsenal á enn tölfræðilegan möguleika á því að skjótast upp fyrir Tottenham og enn geta lið skipt um sæti í lokatöflunni en annað er ráðið. Nýliðar Cardiff og Fulham fylgja Huddersfield niður í Championship-deildina og Manchester United, og mögulega Arsenal, mun leika í Evrópudeildinni á næsta ári á meðan Tottenham, Chelsea, Liverpool og Manchester City keppa í Meistaradeild Evrópu. Spennan er einungis á toppnum þar sem Manchester City getur endurheimt Englandsmeistaratitilinn og um leið orðið þriðja liðið frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar 1992 til að verja titilinn. Til þess þarf Manchester City aðeins að vinna Brighton en misstígi City sig getur Liverpool náð toppsætinu á ný með sigri á Úlfunum. Tölfræðin er Brighton ekki hliðholl fyrir leik helgarinnar enda gengi liðsins afar slakt eftir áramót. Brighton sigldi lygnan sjó um mitt tímabilið eftir sigur á Everton í fyrsta leik seinni umferðarinnar, lokaleik ársins 2018, en síðan þá hefur stigasöfnunin verið afar rýr. Alls hefur Brighton krækt í ellefu stig eftir áramót, unnið tvo leiki, gert fimm jafntefli og tapað tólf. Þá eru tveir mánuðir liðnir síðan Brighton vann síðast leik, gegn Crystal Palace í byrjun mars. Heildarstigafjöldinn yfir tímabilið er 36 stig og nýtur Brighton góðs af slöku gengi liðanna fyrir neðan. Á sama tíma og Mávarnir í Brighton hafa brotlent hefur Manchester City stigið á bensíngjöfina og rúllað yfir andstæðinga sína í ensku úrvalsdeildinni eftir áramótin. Þrátt fyrir að fara langt í öllum fjórum keppnunum og hafa glímt við meiðslin sem fylgja slíku leikjaálagi hefur City haldið sjó og gott betur í ensku úrvalsdeildinni. Í síðustu átján leikjum hefur City tapað einum leik en unnið sautján, skorað 40 mörk og aðeins fengið á sig sjö þrátt fyrir að hafa mætt öllum sterkustu liðum deildarinnar á þessum tíma. Liverpool getur þó huggað sig við það að af sextán stigum sem Manchester City hefur tapað á þessu ári hafa þrettán þeirra farið forgörðum á útivelli. Takist Brighton að taka stig af Manchester City um helgina á Liverpool möguleika á að binda enda á 29 ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitli en í þeirra vegi standa Úlfarnir. Nýliðar Wolves eru búnir að tryggja sér sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar og þar með líklegast Evrópusæti á næsta ári. Er það besti árangur félagsins í efstu deild í 39 ár og mun Wolves ekki veita Liverpool neinn afslátt í lokaumferðinni. Þá verður áhugavert að sjá hvernig leikmönnum Liverpool tekst að stilla spennustigið eftir að hafa komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu fyrr í vikunni með 4-0 sigri á Barcelona. Sá leikur ætti að hafa reynt á orkubirgðir Liverpool og gæti Wolves náð að nýta sér það á Anfield á sunnudaginn. Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari en liðið myndi vinna titilinn í sjötta skipti í sögunni takist því að landa titlinum. Liverpool hefur hins vegar ekki tekist að vinna deildina síðan árið 1990. Mohamed Salah var ekki með Liverpool þegar liðið vann hinn frækna sigur gegn Barcelona í vikunni en hann var að glíma við afleiðingar höfuðhöggs. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði hins vegar að hann byggist við því að Salah yrði klár í slaginn í tæka tíð fyrir leikinn gegn Wolves á morgun. Þá hefur Roberto Firmino verið að glíma við vöðvameiðsli undanfarið og er hann í kapphlaupi í tímann við að ná leiknum á morgun. Liverpool-menn eignuðust nýja hetju i framlínu liðsins í vikunni þar sem Divock Origi skoraði tvö marka liðsins í sigrinum gegn Barcelona sem fleytti liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Liverpool fara því rólegir inn í leikinn með Origi í fremstu víglínu en eftir það tekur við taugatrekkjandi tími þar sem þeir vonast eftir sigri og að Manchester City misstígi sig. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudaginn þegar allir tíu leikirnir verða leiknir samtímis. Flautað er á klukkan 14.00 og verða Englandsmeistarar krýndir í leikslok en óvíst er hvort Manchester City eða Liverpool hreppir hnossið í ár þó að City þurfi að teljast líklegri. Spennan er heldur minni í hinum átta leikjunum, Arsenal á enn tölfræðilegan möguleika á því að skjótast upp fyrir Tottenham og enn geta lið skipt um sæti í lokatöflunni en annað er ráðið. Nýliðar Cardiff og Fulham fylgja Huddersfield niður í Championship-deildina og Manchester United, og mögulega Arsenal, mun leika í Evrópudeildinni á næsta ári á meðan Tottenham, Chelsea, Liverpool og Manchester City keppa í Meistaradeild Evrópu. Spennan er einungis á toppnum þar sem Manchester City getur endurheimt Englandsmeistaratitilinn og um leið orðið þriðja liðið frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar 1992 til að verja titilinn. Til þess þarf Manchester City aðeins að vinna Brighton en misstígi City sig getur Liverpool náð toppsætinu á ný með sigri á Úlfunum. Tölfræðin er Brighton ekki hliðholl fyrir leik helgarinnar enda gengi liðsins afar slakt eftir áramót. Brighton sigldi lygnan sjó um mitt tímabilið eftir sigur á Everton í fyrsta leik seinni umferðarinnar, lokaleik ársins 2018, en síðan þá hefur stigasöfnunin verið afar rýr. Alls hefur Brighton krækt í ellefu stig eftir áramót, unnið tvo leiki, gert fimm jafntefli og tapað tólf. Þá eru tveir mánuðir liðnir síðan Brighton vann síðast leik, gegn Crystal Palace í byrjun mars. Heildarstigafjöldinn yfir tímabilið er 36 stig og nýtur Brighton góðs af slöku gengi liðanna fyrir neðan. Á sama tíma og Mávarnir í Brighton hafa brotlent hefur Manchester City stigið á bensíngjöfina og rúllað yfir andstæðinga sína í ensku úrvalsdeildinni eftir áramótin. Þrátt fyrir að fara langt í öllum fjórum keppnunum og hafa glímt við meiðslin sem fylgja slíku leikjaálagi hefur City haldið sjó og gott betur í ensku úrvalsdeildinni. Í síðustu átján leikjum hefur City tapað einum leik en unnið sautján, skorað 40 mörk og aðeins fengið á sig sjö þrátt fyrir að hafa mætt öllum sterkustu liðum deildarinnar á þessum tíma. Liverpool getur þó huggað sig við það að af sextán stigum sem Manchester City hefur tapað á þessu ári hafa þrettán þeirra farið forgörðum á útivelli. Takist Brighton að taka stig af Manchester City um helgina á Liverpool möguleika á að binda enda á 29 ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitli en í þeirra vegi standa Úlfarnir. Nýliðar Wolves eru búnir að tryggja sér sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar og þar með líklegast Evrópusæti á næsta ári. Er það besti árangur félagsins í efstu deild í 39 ár og mun Wolves ekki veita Liverpool neinn afslátt í lokaumferðinni. Þá verður áhugavert að sjá hvernig leikmönnum Liverpool tekst að stilla spennustigið eftir að hafa komist í úrslit Meistaradeildar Evrópu fyrr í vikunni með 4-0 sigri á Barcelona. Sá leikur ætti að hafa reynt á orkubirgðir Liverpool og gæti Wolves náð að nýta sér það á Anfield á sunnudaginn. Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari en liðið myndi vinna titilinn í sjötta skipti í sögunni takist því að landa titlinum. Liverpool hefur hins vegar ekki tekist að vinna deildina síðan árið 1990. Mohamed Salah var ekki með Liverpool þegar liðið vann hinn frækna sigur gegn Barcelona í vikunni en hann var að glíma við afleiðingar höfuðhöggs. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði hins vegar að hann byggist við því að Salah yrði klár í slaginn í tæka tíð fyrir leikinn gegn Wolves á morgun. Þá hefur Roberto Firmino verið að glíma við vöðvameiðsli undanfarið og er hann í kapphlaupi í tímann við að ná leiknum á morgun. Liverpool-menn eignuðust nýja hetju i framlínu liðsins í vikunni þar sem Divock Origi skoraði tvö marka liðsins í sigrinum gegn Barcelona sem fleytti liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Liverpool fara því rólegir inn í leikinn með Origi í fremstu víglínu en eftir það tekur við taugatrekkjandi tími þar sem þeir vonast eftir sigri og að Manchester City misstígi sig.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira