Frambjóðandi demókrata vill gera vændi löglegt í Queens Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 11:00 Tiffany Cabán nýtur stuðnings framsækinna demókrata. Tiffany Cabán Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur. Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur.
Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira