Selfoss er í fjórða sæti Pepsi Max-deildar kvenna, einu stigi á eftir Þór/KA, eftir 2-0 sigur á HK/Víkingi á heimavelli í kvöld.
Grace Rapp kom Selfoss yfir á níundu mínútu leiksins og á 30. mínútu tvöfaldaði Barbára Sól Gísladóttir forystuna.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfeik og lokatölur 2-0 sigur Selfyssinga sem lyfta sér því fjær falldraugnum með sigrinum.
Þær eru í fjórða sætinu með nítján stig en nú eru níu stig niður í fallsæti. HK/Víkingur er hins vegar á botninum með sjö stig, þremur stigum frá öruggu sæti.
Úrslit og markaskorarar eru frá úrslit.net.
Selfoss fjarlægðist falldrauginn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn

Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
