Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2019 20:45 Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni, í viðtali við Símun Christian Olsen, fréttamann Kringvarps Færeyja. Mynd/Kringvarp Færeyja. Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila