Hótuðu að skjóta ólétta konu eftir að fjögurra ára dóttir hennar stal dúkku Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2019 23:30 Skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Fjölskyldan, par á þrítugsaldri og dætur þeirra tvær, er sýnilega afar slegin. Skjáskot/Twitter Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Phoenix í Arizona hefur beðist afsökunar á ofsafengnu framferði lögreglumanna í garð fjölskyldu í borginni vegna meints stuldar fjögurra ára stúlku. Myndband af aðgerðum lögreglumannanna, sem virðast hafa hótað fjölskyldunni lífláti, hefur vakið mikla reiði á netinu undanfarna daga. Atvikið átti sér stað í maí en myndbandið fór ekki í dreifingu fyrr en nú í vikunni. Í því sést að minnsta kosti einn lögreglumaður miða byssu sinni og öskra á par, sem er statt fyrir utan íbúðarhús með dætur sínar, eins og fjögurra ára. Samkvæmt fréttaflutningi fjölmiðla vestanhafs af málinu var lögregla kölluð til vegna þess að eldri dóttir parsins tók með sér dúkku úr verslun sem ekki hafði verið greitt fyrir. Viðbrögð lögreglu þykja afar ofsafengin miðað við aðstæður en í myndbandinu virðist sem lögregluþjónn hóti því að skjóta parið. Þá skipar lögreglumaður konunni að setja hendur upp í loft en hún heyrist gráta og kveðst ekki geta það þar sem hún haldi á ársgömlu barni sínu. Þá greinir hún einnig frá því að hún sé ófrísk en ljóst er að parið er í mikilli geðshræringu vegna viðbragða lögregluþjónanna. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Another angle of the incident filmed by a different resident of the apartment complex where Ames and his pregnant fiancee were dropping off their kids with a babysitter show a Phoenix police officer trying to yank the child from the mother's arms. pic.twitter.com/pTb07lZAXD— Meg O'Connor (@megoconnor13) June 12, 2019 Kate Gallego borgarstjóri Phoenix, þar sem atvikið átti sér stað, bað parið afsökunar á framferði lögreglu seint í gærkvöldi. Gallego sagðist jafnframt miður sín yfir því sem hún hefði séð í myndbandinu og sagði viðbrögð lögregluþjónanna bæði ófagmannleg og óviðeigandi.My statement on the May 27th Phoenix Police incident: pic.twitter.com/1mYHQQbhWv— Mayor Kate Gallego (@MayorGallego) June 16, 2019 Þá sagði Jeri Williams, lögreglustjóri Phoenix-borgar, í yfirlýsingu vegna málsins að rannsókn á atvikinu væri hafin. „Ég, líkt og þið, er slegin yfir talsmáta og gjörðum lögreglumanns okkar,“ sagði Williams m.a. í yfirlýsingunni. Parið, Dravon Ames og Iesha Harper sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa krafist tíu milljóna Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,2 milljarðs íslenskra króna í skaðabætur vegna atviksins. Þau halda því fram að lögreglumaðurinn hafi miðað á þau byssu sinni þar sem þau sátu í bílnum og hótað því að skjóta þau að minnsta kosti tvisvar. „Ég ætla að skjóta ykkur í helvítis andlitið,“ á lögregluþjónninn m.a. að hafa sagt."Having been a cop for 30 years, you kind of sit back and say, 'what was going on?' And that's what we need to address." @brahmresnik's full interview with Phoenix Police Chief Jeri Williams: https://t.co/HM3OFF1Cq4 pic.twitter.com/qWRK0XlyaE— 12 News (@12News) June 16, 2019 Þá kveðst parið ekki hafa vitað af því að dóttir þeirra hafi tekið dúkkuna úr versluninni, sem er lágvöruverðsverslun undir merkjum bandarísku keðjunnar Family Dollar. Dúkkan hefur því aðeins kostað fáeina dali. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumennirnir sem áttu í hlut hafi verið færðir til í starfi. Þeir sinni ekki lengur útköllum á meðan rannsókn á málinu standi yfir heldur vinni þeir á skrifstofu lögreglu í Phoenix. Atvikið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna en lögregluþjónarnir eru hvítir og fjölskyldan svört. Þá hefur verið kallað eftir því að lögreglumennirnir sem eiga í hlut verði reknir úr starfi fyrir framgöngu sína. Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Phoenix í Arizona hefur beðist afsökunar á ofsafengnu framferði lögreglumanna í garð fjölskyldu í borginni vegna meints stuldar fjögurra ára stúlku. Myndband af aðgerðum lögreglumannanna, sem virðast hafa hótað fjölskyldunni lífláti, hefur vakið mikla reiði á netinu undanfarna daga. Atvikið átti sér stað í maí en myndbandið fór ekki í dreifingu fyrr en nú í vikunni. Í því sést að minnsta kosti einn lögreglumaður miða byssu sinni og öskra á par, sem er statt fyrir utan íbúðarhús með dætur sínar, eins og fjögurra ára. Samkvæmt fréttaflutningi fjölmiðla vestanhafs af málinu var lögregla kölluð til vegna þess að eldri dóttir parsins tók með sér dúkku úr verslun sem ekki hafði verið greitt fyrir. Viðbrögð lögreglu þykja afar ofsafengin miðað við aðstæður en í myndbandinu virðist sem lögregluþjónn hóti því að skjóta parið. Þá skipar lögreglumaður konunni að setja hendur upp í loft en hún heyrist gráta og kveðst ekki geta það þar sem hún haldi á ársgömlu barni sínu. Þá greinir hún einnig frá því að hún sé ófrísk en ljóst er að parið er í mikilli geðshræringu vegna viðbragða lögregluþjónanna. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Another angle of the incident filmed by a different resident of the apartment complex where Ames and his pregnant fiancee were dropping off their kids with a babysitter show a Phoenix police officer trying to yank the child from the mother's arms. pic.twitter.com/pTb07lZAXD— Meg O'Connor (@megoconnor13) June 12, 2019 Kate Gallego borgarstjóri Phoenix, þar sem atvikið átti sér stað, bað parið afsökunar á framferði lögreglu seint í gærkvöldi. Gallego sagðist jafnframt miður sín yfir því sem hún hefði séð í myndbandinu og sagði viðbrögð lögregluþjónanna bæði ófagmannleg og óviðeigandi.My statement on the May 27th Phoenix Police incident: pic.twitter.com/1mYHQQbhWv— Mayor Kate Gallego (@MayorGallego) June 16, 2019 Þá sagði Jeri Williams, lögreglustjóri Phoenix-borgar, í yfirlýsingu vegna málsins að rannsókn á atvikinu væri hafin. „Ég, líkt og þið, er slegin yfir talsmáta og gjörðum lögreglumanns okkar,“ sagði Williams m.a. í yfirlýsingunni. Parið, Dravon Ames og Iesha Harper sem bæði eru á þrítugsaldri, hafa krafist tíu milljóna Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,2 milljarðs íslenskra króna í skaðabætur vegna atviksins. Þau halda því fram að lögreglumaðurinn hafi miðað á þau byssu sinni þar sem þau sátu í bílnum og hótað því að skjóta þau að minnsta kosti tvisvar. „Ég ætla að skjóta ykkur í helvítis andlitið,“ á lögregluþjónninn m.a. að hafa sagt."Having been a cop for 30 years, you kind of sit back and say, 'what was going on?' And that's what we need to address." @brahmresnik's full interview with Phoenix Police Chief Jeri Williams: https://t.co/HM3OFF1Cq4 pic.twitter.com/qWRK0XlyaE— 12 News (@12News) June 16, 2019 Þá kveðst parið ekki hafa vitað af því að dóttir þeirra hafi tekið dúkkuna úr versluninni, sem er lágvöruverðsverslun undir merkjum bandarísku keðjunnar Family Dollar. Dúkkan hefur því aðeins kostað fáeina dali. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumennirnir sem áttu í hlut hafi verið færðir til í starfi. Þeir sinni ekki lengur útköllum á meðan rannsókn á málinu standi yfir heldur vinni þeir á skrifstofu lögreglu í Phoenix. Atvikið hefur verið sett í samhengi við lögregluofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna en lögregluþjónarnir eru hvítir og fjölskyldan svört. Þá hefur verið kallað eftir því að lögreglumennirnir sem eiga í hlut verði reknir úr starfi fyrir framgöngu sína.
Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira