Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2019 20:53 Katalínan á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Ekkert lát virðist á flugveislunni í borginni þetta sumarið. Vísir/KMU. Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið. Áformað er að vélinni verði flogið áleiðis til Grænlands á morgun. Flugáhugamenn töldu í fyrstu að þetta hlyti að vera sama Katalína og hafði viðkomu á flugsýningunni fyrir hálfum mánuði á leið sinni vestur um haf en væri núna á leið til baka frá Bandaríkjunum. Þetta er hins vegar önnur vél, smíðuð árið 1943, fyrir kanadíska flugherinn, en sú fyrri er frá árinu 1941 og sú elsta flughæfa sem til er. Svo skemmtilega vill til að þessi, rétt eins og sú fyrri, var einnig staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum, frá 1943 til 1945. Þessi náði þá að granda einum þýskum kafbáti, U-342, suðvestur af landinu þann 17. apríl árið 1944. Sú fyrri grandaði þremur kafbátum við Ísland. Líklegt er að fara þurfi marga áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um tvær Katalínur millilenda í Reykjavík á sama sumri. Sjaldgæft er orðið að svo fágætum forngripum sé flogið yfir Atlantshafið enda eru aðeins um tuttugu eintök eftir í heiminum í flughæfu ástandi. Á undan þessum kom Catalina síðast til landsins sumarið 2012 en þá hafði slík vél ekki sést í Reykjavík á þessari öld.Catalina aftur komin á sinn gamla heimavöll 76 árum síðar. Áformað er að flugbátnum verði flogið áfram vestur um haf á morgun.Vísir/KMU.Koma Katalínunnar í dag var óvænt og var ekki óskað eftir því að hún fengi afgreiðslu hérlendis fyrr en í morgun. Sex manns eru um borð en vélin ber skrásetningarnúmerið N9767. Verið er að ferja hana frá Frakklandi til vesturstrandar Bandaríkjanna en í þessum áfanga var hún að koma frá flugvellinum í Wick í Skotlandi. Vélin var áður í eigu sérstaks sjóðs um varðveislu hennar og hefur verið staðsett á flugvelli suðaustur af París en var nýlega seld til einstaklings í Bandaríkjunum. Nýi eigandinn er um borð og kvaðst hann í samtali við fréttamann á Reykjavíkurflugvelli í kvöld vera að ferja hana til nýrra heimkynna í Oregon. Þar verður hún höfð til sýnis og flogið á flugsýningum en um sögu hennar má nánar fræðast hér. Áhöfnin hyggst hvílast í Reykjavík í nótt. Á morgun áformar hún að fljúga vélinni til Narsarsuaq, síðan til Goose Bay og um Ontario áfram til Oregon. Catalina-flugbátar mörkuðu djúp spor í flugsögu Íslands, eins og sagt var frá í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2012: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið. Áformað er að vélinni verði flogið áleiðis til Grænlands á morgun. Flugáhugamenn töldu í fyrstu að þetta hlyti að vera sama Katalína og hafði viðkomu á flugsýningunni fyrir hálfum mánuði á leið sinni vestur um haf en væri núna á leið til baka frá Bandaríkjunum. Þetta er hins vegar önnur vél, smíðuð árið 1943, fyrir kanadíska flugherinn, en sú fyrri er frá árinu 1941 og sú elsta flughæfa sem til er. Svo skemmtilega vill til að þessi, rétt eins og sú fyrri, var einnig staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum, frá 1943 til 1945. Þessi náði þá að granda einum þýskum kafbáti, U-342, suðvestur af landinu þann 17. apríl árið 1944. Sú fyrri grandaði þremur kafbátum við Ísland. Líklegt er að fara þurfi marga áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um tvær Katalínur millilenda í Reykjavík á sama sumri. Sjaldgæft er orðið að svo fágætum forngripum sé flogið yfir Atlantshafið enda eru aðeins um tuttugu eintök eftir í heiminum í flughæfu ástandi. Á undan þessum kom Catalina síðast til landsins sumarið 2012 en þá hafði slík vél ekki sést í Reykjavík á þessari öld.Catalina aftur komin á sinn gamla heimavöll 76 árum síðar. Áformað er að flugbátnum verði flogið áfram vestur um haf á morgun.Vísir/KMU.Koma Katalínunnar í dag var óvænt og var ekki óskað eftir því að hún fengi afgreiðslu hérlendis fyrr en í morgun. Sex manns eru um borð en vélin ber skrásetningarnúmerið N9767. Verið er að ferja hana frá Frakklandi til vesturstrandar Bandaríkjanna en í þessum áfanga var hún að koma frá flugvellinum í Wick í Skotlandi. Vélin var áður í eigu sérstaks sjóðs um varðveislu hennar og hefur verið staðsett á flugvelli suðaustur af París en var nýlega seld til einstaklings í Bandaríkjunum. Nýi eigandinn er um borð og kvaðst hann í samtali við fréttamann á Reykjavíkurflugvelli í kvöld vera að ferja hana til nýrra heimkynna í Oregon. Þar verður hún höfð til sýnis og flogið á flugsýningum en um sögu hennar má nánar fræðast hér. Áhöfnin hyggst hvílast í Reykjavík í nótt. Á morgun áformar hún að fljúga vélinni til Narsarsuaq, síðan til Goose Bay og um Ontario áfram til Oregon. Catalina-flugbátar mörkuðu djúp spor í flugsögu Íslands, eins og sagt var frá í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2012:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Catalina markaði djúp spor í flugsögu Íslands Íslenskir flugáhugamenn fá langþráðan draum uppfylltan á Reykjavíkurflugvelli um helgina; að skoða Catalina-flugbát en þessar vélar hafa markað hvað dýpst spor í íslenska flugsögu. Íslendingar kynntust Catalinum fyrst á stríðsárunum þegar þær gegndu lykilhlutverki í hernaði Bandamanna gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu. 25. maí 2012 19:45
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38
Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00
Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 31. maí 2019 22:10
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41