Katalínan lendir á Þingvallavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 16:08 Katalínan á Þingvallavatni síðdegis. Fjær sést í Sandey fyrir miðri mynd og Hengil til vinstri. Myndin er tekin út um glugga vélarinnar. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU. Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. Flugmennirnir spurðu viðstadda hvort einhversstaðar í nágrenni borgarinnar væri stórt stöðuvatn sem óhætt væri að lenda á og fengu svarið: Þingvallavatn. Flugmennirnir biðu ekki boðanna og rýndu í flugkortin. Flugbáturinn sögufrægi var svo ræstur, nokkrum gestum boðið um borð, og haldið í loftið á ný. Stefnan var tekin í átt að Þingvallavatni þar sem ætlunin er að taka snertilendingu, - það er að láta flugbátinn rétt snerta vatnsflötinn en taka hann svo strax aftur á flug. Myndskeið af slíkri snertilendingu má sjá á heimasíðu flugvélarinnar. Búist er við að snertilendingin á Þingvallavatni verði nú á fimmta tímanum. Líklegt þykir að flugmennirnir velji að lenda úti á miðju vatni, fjarri vatnsbakkanum. Uppfært klukkan 16:45:Katalínan lenti tvívegis á Þingvallavatni. Lendingarstaðurinn var á austanverðu vatninu, undan Arnarfelli og Mjóanesi. Fyrri lendingin var snertilending en sú síðari venjuleg lending og síðan flugtak með fullu flugtaksbruni, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins, sem var um borð.Catalina-flugbáturinn kom til Reykjavíkur frá Skotlandi á þriðja tímanum í dag.Vísir/KMUEftir flugtak af Þingvallavatni var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem flugbáturinn lenti um fimmleytið. Flugmennirnir höfðu jafnframt orð á því að þeir stefndu á annað útsýnisflug á morgun og jafnvel aðra lendingu á stöðuvatni, ef veðrið héldist jafngott og í dag. Catalina-flugbáturinn verður sýndur almenningi á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, milli kl 12 og 16. Flugatriði á sýningunni verða milli kl. 13 og 15.Catalina í góðum félagsskap með Páli Sveinssyni á Reykjavíkurflugvelli í dag.Vísir/KMU.
Bláskógabyggð Fréttir af flugi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38