Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2012 20:30 Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira