Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2012 20:30 Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. Það ríkti mikil eftirvænting hjá flugstjórunum fyrrverandi þegar þeir fengu að fara um borð í flugbátinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Helst mátti líkja þessu við endurfund gamalla vina en allir flugu þeir Catalina vélum þegar þær voru notaðar í farþegaflug hér á landi á árunum eftir stríð. Þessar vélar tóku tuttugu og tvo farþega og maður getur ímyndað sér að hér hafi oft verið þröngt á þingi. Hávaðinn er nokkuð mikill en ekki óbærilegur. Það er ekki mikið rými um borð en útsýnið engu að síður rosalegt. Voru farþegar oft að kvarta yfir plássleysi? „Nei, þeir kvörtuðu aldrei enda voru okkar vélar notaðar fyrir farþegaflug og það var mikið betri innrétting í þeim," segir Gylfi Jónsson, fyrrverandi flugstjóri. „Það var snyrtilegra og ekki eins og þetta, þetta er hernaðar útgáfan." Var þjónusta um borð? „Já, já, flugvélstjórinn bjó í þessu hólfi fyrir aftan mig og hann var flugfreyjan. Hann sá um að ganga um og gefa brjóstsykurinn - það var alltaf gefin brjóstsykur. Það var ekkert verið að drekka, ekki nema það sem farþegarnir komu með sjálfir." Og í ferðinni rifjuðust upp gamlar minningar. ég var strákunum áðan að þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá próf á þessa vél, þá horfði ég á þetta og sagði Guð minn góður ég á aldrei aftur eftir að fljúga svona stóru skipi „Ég var með strákunum, þegar ég byrjaði hjá Flugfélagi Íslands og átti að fá að prófa þessa vél," segir Tómas. „Ég horfði á þetta og sagði „Guð minn góður, ég á aldrei eftir að fljúga svona stóru skipi."" Það var ekki að finna í flugferðinni, sem tók rétt tæpar tuttugu mínútur, að vélin væri komin til ára sinna. Hvernig líður þér eftir þessa ferð? „Bara mjög vel, þetta endurnýjar gamla tímann," segir Magnús Norðdahl en hann flaug í tvö ár fyrir Loftleiðir. Þig hefur væntanlega dauðlangað að taka í stýrið áðan? „Já, en það fékkst ekki. Maður verður víst að taka því og þetta duga." Smári Karlsson flaug með fyrsta Catalina flugbátinn til Íslands frá Bandaríkjunum árið 1944. Ferðin tók tuttugu klukkustundir. Hvernig leið þér áðan í flugferðinni? „Það var dálítið einkennileg, notaleg tilfinning að sitja þarna," segir Smári. „Nema að það heyrðist ekkert mikið meira í hinum vélunum eftir að það var búið að innrétta þær." Hvernig flugvélar voru þetta, voru þetta góðar vélar? „Þetta voru magnaðar flugvélar. Ég segi alltaf að þetta voru einhverjar mögnuðustu flugvélar sem maður hefur tekið í." Almenningi gefst svo kostur á að skoða vélina á Reykjavíkurflugvelli á morgun - á flugsýningu flugmálafélagsins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira