Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 21:00 Flugbáturinn lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag Vísir/JóhannK Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugveislan á Reykjavíkurflugvelli sem hefur staðið yfir síðust daga með komu nokkrra þrista til landsins hélt áfram í dag þegar enn einn dýrgripurinn hafði viðkomu í Reykjavík. Á þriðja tímanum lenti Catalina-flugbátur sem var smíðuð árið 1941, sem gerir hana að einni elsta flughæfa flugbát sinnar tegundar og mun hann verða til sýnis á flughátíð á laugardag. Flugvélin kom frá Hollandi og tók flugferðin um sex klukkustundir en héðan er för hennar heitið til Bandaríkjanna. Þessi tiltekni Catalina-flugbátur skipar merkan sess í stríðssögunni því að í eftirlits- og árásarferðum út frá Reykjavíkurflugvelli náði hann að sökkva þremur þýskum kafbátum í Norður-Atlantshafi.Catalina-flugbátar yfir Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Þeir reyndust eitt skæðasta vopnið í baráttunni gegn kafbátum Þjóðverja á Atlantshafinu.Skipar mikilvægan sess í stríðssögunni „Ísland var gríðarlega mikilvægt í stríðinu. Þetta var útvarðarstöð fyrir bandaríska flotann og Konunglega flotann til að fljúga í suður og út yfir sjóinn, leita að kafbátum og verja skipalestir,“ segir Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með vélinni til landsins í dag. Catalínan kom síðast til landsins árið 2012. Af um þrjú þúsund og þrjú hundruð flugvélum sem smíðaðar voru eru aðeins um tuttugu eftir í flughæfu ástandi," segir Joshep. Flugáhugamenn sýndu vélinni á Reykjavíkurflugvelli mikinn áhuga enda dýrgripurinn með þeim merkilegri í flugsögunni.Er hún í góðu ástandi?"Þetta er sú besta í heimi af þessari gerð", segir Joshep.Er enn hægt að lenda henni á vatni?„Já, við vorum með hana á vatni fyrir tveim dögum. Við gerðum það í Hollandi, það eru góðar aðstæður þar. Við förum mjög varlega með hana, þetta er verðmætur gripur. En við höfum reyndasta fólk í heimi til að hjálpa okkur við það,“ segir Joshep.Joseph Scheil, flugstjóri sem kom með flugvélinni til landsins í dagVísir/Stöð 2
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38
Catalina lendir á þriðja tímanum Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. 30. maí 2019 11:02
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08