Segja að leikmenn Man. United þurfi að taka á sig 25 prósent launalækkun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 10:30 Paul Pogba átti tvö sláarskot í gær og var að vonum svekktur í leikslok. Getty/Chris Brunskill Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira
Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira