Segja að leikmenn Man. United þurfi að taka á sig 25 prósent launalækkun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 10:30 Paul Pogba átti tvö sláarskot í gær og var að vonum svekktur í leikslok. Getty/Chris Brunskill Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli á móti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það getur verið dýrkeypt fyrir félög að missa af Meistaradeildinni eins og sést á því að hagnaður Arsenal minnkaði um 60 prósent þegar liðið missti af Meistaradeildinni tímabilið 2017-18. Það má búast við þrengri fjárhagsstöðu hjá Manchester United án Meistaradeildarinnar en liðið spilar í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Daily Mail sagði frá því í apríl að í flestum samningum leikmanna Manchester United er klásúla um að leikmenn þurfa að taka á sig 25 prósent launalækkun komist liðið ekki í Meistaradeildina. Givemesport fann út hvað launahæstu leikmenn Manchester United missi af miklum peningi vegna slaks árangur liðsins í vetur. Sem dæmi um það þá fengi Alexis Sanchez ekki lengur 500 þúsund pund í laun á viku heldur aðeins 375 þúsund pund. Hann myndi lækka í launum um 125 þúsund pund á viku sem eru 20 milljónir íslenskra króna. Launin hans yrðu samt sem áður 60 milljónir á viku. Vikulaun Paul Pogba fara úr 300 þúsund pundum niður í 225 þúsund pund og laun David de Gea fara úr 200 þúsundum pundum á viku niður í 150 þúsund pund á viku. Pogba fengi því „bara“ 36 milljónir íslenskra króna í laun á viku í stað 48 milljóna en De Gea verður að sætta sig við 24 milljónir í vikulaun í stað 32 milljón. Báðir þessir leikmenn gæti vissulega farið í sumar en þeir hafa verið mikið orðaðir við stórlið á Spáni. Hvort slík launalækkun eða sú staðreynd að liðið spilar ekki í Meistaradeildinni hafi meiri áhrif þá er ljóst að það er ekki eins spennandi fyrir þá að spila áfram á Old Trafford á næsta tímabili. Romelu Lukaku og Fred eru líka í hópi fimm launahæstu leikmanna Manchester United. Laun Romelu Lukaku yrðu 187 þúsund pund í stað 250 þúsund punda og Fred fengi 131 þúsund pund í stað 175 þúsund punda. Samkvæmt Football Leaks þá mun Paul Pogba einnig missa af stórum bónus vegna þess að liðið komst ekki í Meistaradeildina. Pogba hefði annars fengið 1,875 milljón punda bónus eða um 300 milljónir íslenskra króna. Í frétt Daily Mail kemur fram að Manchester United muni missa af allt að 65 milljónum punda, 10,4 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að liðið verður ekki með í Meistaradeildinni 2019-20. Það er mikill peningur.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira