Nýr danskur hægriöfgaflokkur gæti komist á þing Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 13:04 Paludan hefur þegar skilað inn undirskriftum til að geta boðið fram í þingkosningum sem eiga að fara fram í síðasta lagi 17. júní. Vísir/EPA Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi. Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira
Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi.
Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Sjá meira
Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54