Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 15:30 Klukkunni var flýtt um klukkustund í Bandaríkjunum um helgina. Vísir/EPA Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann. Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann.
Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira