Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 15:30 Klukkunni var flýtt um klukkustund í Bandaríkjunum um helgina. Vísir/EPA Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann. Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira
Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann.
Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Sjá meira