Gunnleifur rifjar upp bikarúrslitaleiki sína og Kári vonar að úrslitaleikja bið Víkinga sé á enda Anton Ingi Leifsson skrifar 15. ágúst 2019 14:00 Kári Árnason og Gunnleifur Gunnleifsson. myndir/skjáskot Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum Mjólkurbikarinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson og Kári Árnason verða í eldlínunni í kvöld er Víkingur og Breiðablik mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikar hefjast klukkan 18.00 í Víkinni. Sigurliðið mætir FH í úrslitaleiknum en Fimleikafélagið hafði betur gegn KR í gærkvöldi. Gunnleifur mun verja mark Blika í kvöld en hann hefur gengið í gegnum margt í bikarnum. „Í fyrsta úrslitaleiknum var ég Kristjáni Finnbogasyni til halds traust er við KR-ingar unnum tvöfalt. Það var bara skemmtilegt, þó ég hafi verið á bekknum,“ sagði Gunnleifur en það var fyrir tuttugu árum. Síðar stóð Gunnleifur í markinu hjá FH er hann varði mark FH í 4-0 sigri á KR 2010 þar sem allt var á suðurpunkti. „Þá pökkuðum við KR saman í frægum úrslitaleik þar sem við fengum tvö víti. KR-ingar voru brjálaðir og það var mjög sætt.“ Á síðustu leiktíð tapaði Breiðablik svo í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum er liðið beið í lægra haldi fyrir Stjörnunni. „Það var ansi þungt verð ég að viðurkenna. Við töpuðum í vítaspyrnukeppni við erfiðar aðstæður; kalt, rok og langur leikur. Það sat svolítið í mér.“ Víkingur vann sinn fyrsta og eina sigur í bikarkeppninni árið 1971 og þá var Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkinga, ekki fæddur. „Það eru ellefu ár í að ég fæðist þá. Það er alltof langt og það er kominn tími á þetta,“ sagði Kári en Víkingur vann sigur á Blikum á dögunum. Spilamennskan var þó ekki upp á marga fiska, að mati Víkinga: „Það var sennilega okkar versti leikur síðan að ég kom. Það var heppni í því en við tókum stigin þrjú. Við áttum okkur á því og erum mjög krítískir á sjálfa okkur.“ „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta þarf að vera betra til þess að ná sigri hérna í bikarnum,“ sagði Kári að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Gunnleifur og Kári ræða undanúrslit í bikarnum
Mjólkurbikarinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira