Enski boltinn

Håland lentur í Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Håland getur valið úr liðum.
Håland getur valið úr liðum. vísir/getty

Norðmaðurinn eftirsótti Erling Braut Håland er mættur til Manchester en hann flaug þangað frá Stafangri í morgun.

Með í för var faðir hans, Alf-Inge Håland, samkvæmt heimildum norska miðilsins Aftenbladet.

Þeir feðgar lentu í Manchester rétt upp úr tíu í morgun og eru væntanlega að fara að ræða við Ole Gunnar Solskjær og forráðamenn Man. Utd um möguleg félagsskipti.

Þetta er þá væntanlega annar fundur Solskjær með feðgunum á stuttum tíma en Man. Utd er sagt leiða kapphlaupið um Norðmanninn sem flest stóru liðin vilja fá.

Juventus er þar á meðal og ítalskir fjölmiðlar héldu því fram í morgun að Juve leiddi kapphlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×