Enski boltinn

Solskjær: Håland er bara í fríi og Pogba verður ekki seldur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Solskjær á blaðamannafundinum í morgun.
Solskjær á blaðamannafundinum í morgun. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. Utd, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun þar sem farið var yfir ýmsa hluti.

Í morgun var greint frá því að Erling Braut Håland væri á leið til Manchester frá Stafangri en Solskjær neitar því að Håland-feðgar séu mættir til viðræðna við Man. Utd.

„Hann er bara í jólafríi. Annars get ég ekkert verið að tjá mig um leikmenn annarra liða en það er ekkert nýtt að menn velti ýmsu fyrir sér,“ sagði Solskjær.

Ekkert varð af endurkomu Paul Pogba á æfingar hjá United í síðustu viku þar sem hann varð veikur. Margir tengdu veikindin við mögulega brottför Pogba frá félaginu í janúar.

„Við erum ekki að fara að selja hann í janúar. Vonandi nær hann að spila fyrir áramót en ég mun ekki ýta á eftir honum. Við megum illa við því að hann meiðist aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×