Ver náðun dæmds barnaníðings með því að meyjarhaft níu ára stúlku sé enn órofið Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 15:10 Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky. EPA/TANNEN MAURY Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun. Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun.
Bandaríkin Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira