Ver náðun dæmds barnaníðings með því að meyjarhaft níu ára stúlku sé enn órofið Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 15:10 Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky. EPA/TANNEN MAURY Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun. Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Matt Bevin, fyrrverandi ríkisstjóri Kentucky í Bandaríkjunum, náðaði hundruð glæpamanna á leið sinni úr embætti. Þar á meðal var morðingi sem átti bróðir sem aflaði fjár fyrir ríkisstjórann og margir aðrir sem höfðu verið dæmdir fyrir alvarlega ofbeldisglæpi. Allt í allt er um að ræða minnst 428 náðanir frá því hann náði ekki endurkjöri og þar til Andy Beshear tók við embættinu fyrr í desember.Bevin varði ákvörðun sína með því að segja að hann trúði fastlega á það að veita fólki annað tækifæri. Ríkisstjórinn var í engu samráði við saksóknara og lögmenn varðandi náðanirnar. Repúblikanar í Kentucky fordæmdu aðgerðir Bevin harðlega.Meðal þeirra sem Bevin náðaði var einnig maður sem var dæmdur fyrir að nauðga níu ára stúlku. Í útvarpsviðtali í gær var ríkisstjórinn fyrrverandi spurður að því hvernig hann gæti réttlætt að náða barnanauðgara. Svarið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. „Hvern þeirra?“ svaraði Bevin og í viðtalinu lýsti hann því ítrekað yfir að umræddur nauðgari væri saklaus. Þar var útvarpsmaðurinn að ræða um Micah Schoettle. Hann var dæmdur til 23 ára fangelsisvistar í fyrra. Meðal annars var hann dæmdur fyrir nauðgun barns og sifjaspell. Hann hafði setið inni í 19 mánuði þegar Bevin náðaði hann. Náðunin felur einnig í sér, samkvæmt Washington Post, að Schoettle, þarf ekki að vera á skrá barnaníðinga.Móðir barnsins sem Schoettle nauðgaði segist vera að vinna að því fá nálgunarbann á Schoettle og íhugar að flytja frá Kentucky. Sagði meyjarhaftið til marks um að engin nauðgun hefði átt sér stað Bevin varði ákvörðun sína og opinberaði atriðið málsins sem höfðu ekki verið opinberuð áður. Barnið sem um ræðir sakaði Shoettle um að hafa brotið gegn sér yfir tveggja ára tímabil og að yngri systir hennar hafi oft verið viðstödd. Shoettle var einnig sakaður um að brjóta gegn systurinni en samkvæmt Bevin neitaði hún því að einhver brot hafi átt sér stað. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að meyjarhöft beggja stúlknanna væru enn órofin. Þótti honum það til marks að Shoettle hefði ekki brotið gegn stúlkunum. Hann sagði „engin sönnunargögn“ vera til staðar. Bevin hefur ekki rétt fyrir sér. Ástand meyjarhafts segir lítið sem ekkert um hvort að nauðgun hafi átt sér stað. Læknir sem Courier Journal ræddi við vísar í rannsókn sem sýnir fram á að meðal barna sem hafði verið nauðgað voru áverkar sýnilegir á einungis 2,1 prósenti þeirra.Saksóknarinn sem sótti málið gegn Shoettle segir Bevin hafa opinberað fávisku sína og þá staðreynd að hann hafi ekki fylgst með réttarhöldunum. Þar hafi sérfræðingar borið vitni sem sagt hafi að engir sýnilegir áverkar væru til marks um nauðgun.
Bandaríkin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira