Enski boltinn

„Mjög á­nægður með frammi­stöðuna og úr­slitin í erfiðum að­stæðum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson hendir bikarnum á loft í kvöld.
Henderson hendir bikarnum á loft í kvöld. vísir/getty

Liverpool varð í dag heimsmeistari félagsliða í fyrsta sinn er liðið hafði betur í úrslitaleiknum gegn Flamengo, 1-0, er liðin mættust í Katar í dag.

Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins á 99. mínútu en Liverpool hafði verið mun betri aðilinn í leiknum.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var eftir leikinn himinlifandi með sigurinn.

„Þetta var áhugaverður leikur. Ég er viss um að það hafi verið forvitnilegt að horfa á hann en við héldum áfram, góð frammistaða og hugarfarið skein í gegn,“ sagði Henderson í leikslok.







„Við hefðum getað skorað nokkur fleiri. Heilt yfir er ég mjög sáttur með úrslitin og frammistöðuna í erfiðum andstæðum.“

„Við höfum áður staðið okkur vel undir lok leikja. Mörk undir lok leikja og við viljum bara halda áfram að leggja hart að okkur og standa okkur eins og við stóðum okkur í dag,“ sagði Englendingurinn.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×