Enski boltinn

Yfirgaf Old Trafford á hækjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
McTominay er einn mikilvægasti leikmaður Man Utd um þessar mundir
McTominay er einn mikilvægasti leikmaður Man Utd um þessar mundir vísir/getty

Það voru ekki bara jákvæðar fréttir af Man Utd eftir stórsigurinn á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu þurfti að fara meiddur af velli í leikhléi.

Skotinn öflugi, Scott McTominay, fékk högg á hnéið snemma leiks en kláraði fyrri hálfleikinn áður en honum var skipt af velli fyrir Paul Pogba. McTominay yfirgaf Old Trafford á hækjum í leikslok.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, gat ekki svarað til um alvarleika meiðslanna.

„Þetta eru liðbönd í hnéinu líklega. Við vitum ekki hversu slæmt þetta er. Þessi strákur hefur stærsta hjartað af öllum. Ég veit ekki hvort hann verður klár gegn Burnley. Líklega ekki, en við höfum séð hann koma til baka áður,“ sagði Solskjær.

Man Utd heimsækir Burnley annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×