Erlent

Fangaskipti í Úkraínu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fyrrverandi fangi faðmar fjölskyldu sína eftir fangaskipti Rússa og Úkraínumanna í september síðastliðnum.
Fyrrverandi fangi faðmar fjölskyldu sína eftir fangaskipti Rússa og Úkraínumanna í september síðastliðnum. epa/SERGEY DOLZHENKO

Úkraínsk yfirvöld og aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins skiptast nú á föngum en lengi hefur verið beðið eftir fangaskiptunum. Þetta sagði forsætisráðuneyti Úkraínu í tilkynningu á sunnudag.

Samkomulag um fangaskiptin náðist eftir viðræður í desember og er vonast til að skiptin muni bæta samskipti deiluaðila. Gert er ráð fyrir að yfivöld í Úkraínu framselji 87 aðskilnaðarsinna og aðskilnaðarsinnar muni skila 55 vígamönnum sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Úkraínu.

Þetta eru önnur fangaskipti úkraínskra stjórnvalda og uppreisnarmanna en í september sendu Rússar 24 sjómenn sem rússneski herinn tók höndum í Kerch-sundinu í nóvember 2018 aftur til Úkraínu. Á móti sendu stjórnvöld í Úkraínu mann, sem grunaður var um aðild að því að skjóta niður farþegaflugvélaina MH17, þar sem 298 manns biðu bana, aftur til Rússlands.

Fréttin hefur verið uppfærð.





Fangaskiptin í dag fara fram nærri bænum Horlivka í Donetsk.

Í yfirlýsingu sem gefin var út í gær sagði skrifstofa ríkissaksóknara Úkraínu að þeir fangar sem væru ákærðir í Úkraínu þyrftu enn að mæta fyrir dóm.


Tengdar fréttir

Segja Rússa hafa neitað að handtaka aðskilnaðarsinna vegna MH17

Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×