Erlent

Tveir látnir af völdum fellibyls á Fídji

Atli Ísleifsson skrifar
Tugir fórust þegar fellibylurinn Winston gekk yfir Fídji árið 2016.
Tugir fórust þegar fellibylurinn Winston gekk yfir Fídji árið 2016. Getty

Tveir eru látnir og rúmlega 2.500 manns hafa neyðst til að leita skjóls í neyðarskýlum sem komið var upp á Fídji eftir að fellibylurinn Sarai gekk yfir eyjarnar.

Um sjötíu neyðarskýlum var komið upp vegna fellibylsins, en erlendir fjölmiðlar segja að um fimm hundruð manns hafi getað leitað aftur til síns heima í dag.

Talið er að þeir sem létust hafi drukknað, en vitað er um einn sem slasaðist alvarlega eftir að hafa fengið tré yfir sig.

Fjöldi húsa eyðilagðist af völdum Sarai og hefur fellibylurinn valdið umfangsmiklu rafmagnsleysi og röskunum á flugsamgöngum.

Fellibylurinn hefur nú þegar gengið yfir Fídji og leitar nú í áttina að Tonga, en búist er við að stormurinn nái þangað á gamársdag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.