Íslenski boltinn

Svipuð staða í Eyjum eins og þegar Helgi tók við Fylki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helgi Sigurðsson
Helgi Sigurðsson s2 sport

Helgi Sigurðsson tekst á við nýja áskorun í vor þegar hann stýrir ÍBV í Inkassodeild karla eftir að hafa verið í þrjú ár með Fylki.

ÍBV féll úr Pepsi Max deildinni síðasta sumar en markmiðið er að fara beint upp í deild þeirra bestu á ný.

„Þetta verður auðvitað vandasamt verk, en mikil áskorun og skemmtilegt verkefni framundan,“ sagði Helgi við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er svipað verkefni eins og þegar ég tók við Fylki á sínum tíma, þá var Fylkir nýfallinn.“

„Ég ætla mér að búa mér til sterkt lið.“

Umhverfið í Eyjum er krefjandi en Helgi er tilbúinn í það.

„Það er ekkert sem hræðir mig, ég veit hvað ég stend fyrir.“

Allt viðtalið við Helga má sjá í spilaranum í fréttinni.

Klippa: Sportpakkinn: Helgi Sigurðsson hræðist ekki pressuna í EyjumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.