Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 22:08 Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira