Vertonghen hetja Tottenham þegar liðið lyfti sér upp í 5.sæti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/getty

Það var óvænt hetja á Molineux leikvangnum í dag þar sem Wolves og Tottenham áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Brasilíumaðurinn Lucas Moura kom Tottenham yfir snemma leiks og hélt Tottenham forystunni allt þar til á 67.mínútu þegar Adama Traore jafnaði metin.

Það stefndi allt í jafntefli þar til í uppbótartíma þegar belgíski varnarmaðurinn Jan Vertonghen gerði sigurmark eftir undirbúning varamannsins Christian Eriksen.

Tottenham á fleygiferð undir stjórn Jose Mourinho og er liðið núna komið í 5.sæti deildarinnar með þremur stigum minna en Chelsea í 4.sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.