Enski boltinn

Solskjær: Þetta er leikur tveggja hálfleikja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það eru erfiðir tímar á Old Trafford
Það eru erfiðir tímar á Old Trafford vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í fyrri hálfleik gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður. Markið þeirra hafði áhrif á okkur og við mættum ekki til leiks fyrr en í hálfleik,“ sagði Solskjær.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, Villa komst yfir í fyrri hálfleik en United náði að jafna rétt fyrir hálfeik. Heimamenn í United komust svo yfir í seinni hálfeik en nýliðarnir jöfnuðu strax aftur.

„Það er karakter í þessum strákum, þeir eru ungir og hafa mikið af orku. Seinni hálfleikur var miklu betri, en þetta er leikur tveggja hálfleikja eins og sagt er.“

„Þessir strákar munu verða betri og læra af reynslunni. Sem félag viljum við ekki vera í þessari stöðu en þetta er staðan.“

„Við áttum frábær augnablik en á öðrum vorum við of opnir. Við náðum ekki að stjórna leiknum.“

Næsti leikur United er á miðvikudaginn við Tottenham, þar sem Jose Mourinho mætir United í fyrsta sinn síðan hann var rekinn frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×