Enski boltinn

Hughton efstur á blaði hjá Watford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chris Hughton var rekinn frá Brighton í vor
Chris Hughton var rekinn frá Brighton í vor vísir/getty

Chris Hughton er líklegastur sem arftaki Quique Sanchez Flores hjá Watford samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla.

Flores var rekinn í morgun, aðeins 85 dögum eftir að hann tók við liði Watford í annað sinn.

Watford vill ráða nýjan mann sem fyrst og þeirra fyrsti kostur er Chris Hughton, samkvæmt Sky Sports.

Hughton hefur verið án starfs síðan í lok síðasta tímabils þegar hann var rekinn frá Brighton. Hann hefur verið orðaður við hin ýmsu lið í Championship deildinni í vetur en er enn laus og liðugur.

Þá er Paul Clement, fyrrum stjóri Reading, líka orðaður við starfið.

Watford er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig úr 14 leikjum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.