Enski boltinn

Hughton efstur á blaði hjá Watford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chris Hughton var rekinn frá Brighton í vor
Chris Hughton var rekinn frá Brighton í vor vísir/getty
Chris Hughton er líklegastur sem arftaki Quique Sanchez Flores hjá Watford samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla.Flores var rekinn í morgun, aðeins 85 dögum eftir að hann tók við liði Watford í annað sinn.Watford vill ráða nýjan mann sem fyrst og þeirra fyrsti kostur er Chris Hughton, samkvæmt Sky Sports.Hughton hefur verið án starfs síðan í lok síðasta tímabils þegar hann var rekinn frá Brighton. Hann hefur verið orðaður við hin ýmsu lið í Championship deildinni í vetur en er enn laus og liðugur.Þá er Paul Clement, fyrrum stjóri Reading, líka orðaður við starfið.Watford er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig úr 14 leikjum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.