Enski boltinn

Harry Maguire: Erum að bæta okkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire í jafnteflinu um helgina.
Maguire í jafnteflinu um helgina. vísir/getty
Enski landsliðsmiðvörðurinn og leikmaður Manchester United, Harry Maguire, segir að leikur liðsins sé að batna en vonast til að hann verði enn betri.Rauðu djöflarnir gerðu vonbrigðarjafntefli gegn Aston Villa á heimavelli á laugardaginn er liðin skildu jöfn 2-2 en þetta er versta byrjun félagsins í 33 ár í ensku úrvalsdeildinni.Liðið er átta stigum á eftir fjórum efstu sætunum og í næstu tveimur leikjum bíður liðsins alvöru verkefni. Jose Mourinho mætir með Tottenham á Old Trafford á morgun áður en það bíður grannaslagur gegn Man. City.„Sem lið þá erum við að bæta okkur en við viljum bæta okkur enn meira. Að vinna ekki leiki á heimavelli eru vonbrigði. Við gerðum allt hvað við gátum en þurfum að gera betur og leikurinn á miðvikudag gefur okkur góðan möguleika til þess,“ sagði Maguire.„Við vorum slakir eftir fyrsta mark þeirra. Það sló okkur út af laginu og við vorum stressaðir. Að fá á okkur mark strax eftir að hafa komist yfir eru vonbrigði. Við réðum yfir leiknum stærstan hluta af síðari hálfleiknum.“Manchester United mætir, eins og áður segir, Tottenham annað kvöld. Það er í fyrsta skipti sem Jose Mourinho snýr með annað lið á Man. United eftir brottreksturinn frá rauðu djöflunum í fyrra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.