Enski boltinn

Man. City væri bara sjö stigum á eftir Liverpool ef ekki hefði verið neitt VAR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bernardo Silva hjá Manchester City og Andy Robertson hjá Liverpool í baráttunni í leik liðanna á dögunum.
Bernardo Silva hjá Manchester City og Andy Robertson hjá Liverpool í baráttunni í leik liðanna á dögunum. Getty/Chloe Knott
Liverpool er eitt að liðunum sem hefur grætt á VAR í vetur en Manchester City er eitt af liðunum sem hefur tapað á VAR.

Varsjáin hefur verið umdeild á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það væru smá breytingar á töflunni ef enska deildin hefði sleppt við það taka upp myndbandadómgæslu í vetur.

Liverpool liðið væri líka með örugga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar ef Varsjáin hefði ekki verið í notkun í vetur en það væri hins vegar mun styttra í erkifjendurna í Mancester City.

Liverpool er með átta stiga forskot á toppnum eftir fyrstu fjórtán umferðirnar en Leicester City er í öðru sætinu. Manchester City er síðan ellefu stigum á eftir Liverpool.

Ef það hefði ekki verið neitt VAR þá væri staðan í deildinni eins og sjá má hér fyrir neðan.





Liverpool væri þá með sjö stiga forskot í stað átta stiga forskots. Leicester City væri aftur á móti ekki í öðru sæti heldur Englandsmeistarar Manchester City.

Manchester City væri með tveimur fleiri stig ef ekkert VAR hefði verið til staðar en Liverpool væri aftur á móti með tveimur stigum færra. Leicester City hefur grætt fimm stig á Varsjánni.

Liðin sem hafa grætt á VAR eru eftirtalin: Liverpool, Leicester, Crystal Palace, Bournemouth, Brighton og Southampton.

Liðin sem hafa tapað á VAR eru: Manchester City, Chelsea, Wolves, Sheffield United, Burnley, West Ham, Everton og Norwic.

Tottenham, Manchester United, Newcastle, Aston Villa og Watford væru hins vegar bæði með jafnmörg stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×