Íslenski boltinn

Vals­menn skoða fær­eyskan vinstri bak­vörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir skoðar menn.
Heimir skoðar menn. vísir/vilhelm

Valur er með færeyskan vinstri bakvörð á reynslu hjá sér en Magnus Egilsson æfir með liðinu.

Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni nú í morgun.

Bjarni Ólafur Eiríksson var lengst af í vinstri bakverði Vals á síðustu leiktíð en hann hefur nú söðlað um og hefur skrifað undir samning við ÍBV.

Heimir Guðjónsson tók við þjálfarastöðunni hjá Val í haust en Heimir hefur undanfarin tvö ár þjálfað Magnus hjá færeyska liðinu HB þar sem Heimir varð bæði lands- og bikarmeistari.

Hinn 25 ára gamli lék frumraun sína með A-landsliði Færeyja í októbermánuði en hann lék 25 af 27 leikjum HB á síðustu leiktíð.

Liðið endaði í 4. sæti deildarinnar ásamt því að verða bikarmeistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.