Enski boltinn

Campbell og Hermann náðu í sitt fyrsta stig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hermann og Campbell í leik með Portsmouth.
Hermann og Campbell í leik með Portsmouth. vísir/getty

Southend United gerði 1-1 jafntefli við Burton Albion í ensku C-deildinni í kvöld.

Sol Campbell er knattspyrnustjóri Southend en honum til aðstoðar er Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson.

Þeir félagar léku saman í vörn Portsmouth á árunum 2007-09 og urðu bikarmeistarar með liðinu 2008.

Campbell og Hermann tóku við Southend fyrir rúmum mánuði. Fyrir utan 3-1 sigur á Wimbledon í EFL-bikarnum hafði liðið tapað öllum leikjunum undir þeirra stjórn þar til kom að leiknum í kvöld.

Stephen McLaughlin kom Southend yfir á 21. mínútu. Burton jafnaði í 1-1 í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Burton var manni færri síðustu 57 mínútur leiksins.

Southend er í 22. og næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig, tíu stigum frá öruggu sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.