Enski boltinn

Gylfi um Liverpool leikinn í kvöld: Þetta er stór leikur fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðbandið í síðustu leikjum.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðbandið í síðustu leikjum. Getty/Chloe Knott

Gylfi Þór Sigurðsson vill að hann og hinir leikmennirnir í Everton standi þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Marco Silva sem hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu og þykir sitja í einu heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi og félagar í Everton liðinu gætu breytt miklu með því að ná góðum úrslitum á móti nágrönnunum í Liverpool en liðin mætast á Anfield í kvöld í Merseyside nágrannaslagnum.

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Everton er aðeins einu sæti og tveimur stigum frá fallsæti eftir tapið á móti Leicester City um síðustu helgi.

Everton komst þá yfir en fékk á sig sigurmark í uppbótatíma.

„Frammistaðan í þeim leik var betri en í leiknum í vikunni á undan (2-0 tap fyrir Everton). Við verðum bara að halda áfram, horfa á myndbönd, standa saman og vera jákvæðir,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við heimasíðu Everton.

„Það eru margir leikir fram undan þar sem við getum breytt þessu. Það er svekkjandi að fá ekki fleiri stig en í síðustu viku en leikurinn á miðvikudagskvöldið á móti Liverpool verður stór leikur fyrir okkur,“ sagði Gylfi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.