Erlent

Smyglari reisti gervi-landamærastöð til að plata farandmenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Raunveruleg landamæri Finnlands og Rússlands.
Raunveruleg landamæri Finnlands og Rússlands. Vísir/getty
Lögreglan í Rússlandi hefur handtekið mann fyrir að byggja gervi-landamærastöð og plata farandmenn svo þeir héldu að þeir væru komnir til Finnlands. Maðurinn rukkaði farandmennina, sem eru frá Asíu, tíu þúsund evrur fyrir að smygla þeim til Finnlands, svo þeir gætu komist inn í Evrópusambandið.

Í stað þess að koma þeim til Finnlands reisti maðurinn gervi landamærastöð í skógi í Vyborg, nærri landamærunum. Hann flutti mennina þar í gegn, sagði þeim að nú væru þeir komnir til Finnlands og skildi þá eftir í skóginum. Þar ráfuðu þeir um þar til alvöru landamæraverðir fundu þá. Verðirnir tilkynntu mönnunum fjórum að þeir væru enn í Rússlandi og handtóku þá.

Þetta gerðist í síðustu viku en mennirnir voru færðir fyrir dómara í dag þar sem þeir voru sektaðir og vísað úr landi.

Smyglarinn, ef svo má að orði komast, hefur þó sömuleiðis verið handtekinn og ákærður fyrir svik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×