Erlent

Skaut tvo til bana í Pearl Harbor

Atli Ísleifsson skrifar
Robert Chadwick, aðmíráll í bandaríska sjóhernum, svarar spurningum fjölmiðla eftir árásina.
Robert Chadwick, aðmíráll í bandaríska sjóhernum, svarar spurningum fjölmiðla eftir árásina. Getty
Bandarískur sjóliði skaut í nótt tvo til bana áður en hann svipti sig lífi á flotastöðinni í Pearl Harbor á Hawaii. Einn að auki særðist eftir skothríðina en flotastöðinni var lokað um tíma vegna þessa.

Enn hefur ekki verið greint frá nöfnum hinna látnu en öll þrjú fórnarlömb mannsins munu hafa verið almennir borgarar sem störfuðu á flotastöðinni fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Hinn særði er sagður í stöðugu ástandi að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins.

Óljóst er hvort fórnarlömb árásarmannsins hafi verið valin af handahófi eða hvort hann hafi ákveðið að ráðast sérstaklega að þeim.

Árásarmaðurinn er sagður sjóliði um borð í kafbátnum USS Columbia sem er í slipp í flotastöðinni um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×