Enski boltinn

Arsenal mun ekki fá Rodgers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodgers er að gera frábæra hluti með Leicester.
Rodgers er að gera frábæra hluti með Leicester. vísir/getty

Vonir Arsenal um að fá knattspyrnustjórann Brendan Rodgers eru að engu orðnar því hann framlengdi í dag við Leicester City.

Rodgers var með samning við félagið til ársins 2022 en hann er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2025. Hann hefur því engan áhuga á því að yfirgefa félagið og það skiljanlega þar sem gengur vel hjá félaginu.

Leicester hefur unnið 17 af 26 leikjum sínum undir stjórn Rodgers og er liðið sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Næsti leikur Leicester er gegn Aston Villa næstkomandi sunnudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.