Enski boltinn

Arsenal mun ekki fá Rodgers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodgers er að gera frábæra hluti með Leicester.
Rodgers er að gera frábæra hluti með Leicester. vísir/getty
Vonir Arsenal um að fá knattspyrnustjórann Brendan Rodgers eru að engu orðnar því hann framlengdi í dag við Leicester City.

Rodgers var með samning við félagið til ársins 2022 en hann er nú samningsbundinn félaginu til ársins 2025. Hann hefur því engan áhuga á því að yfirgefa félagið og það skiljanlega þar sem gengur vel hjá félaginu.

Leicester hefur unnið 17 af 26 leikjum sínum undir stjórn Rodgers og er liðið sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Næsti leikur Leicester er gegn Aston Villa næstkomandi sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×