Enski boltinn

Niko Kovac í leit að starfi á Englandi?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Niko Kovac.
Niko Kovac. vísir/getty
Króatíski knattspyrnustjórinn Niko Kovac er atvinnulaus um þessar mundir eftir að hafa verið rekinn úr starfi hjá Bayern Munchen á dögunum.

England er staðurinn fyrir atvinnulausa knattspyrnustjóra um þessar mundir því þar hafa nokkrir stjórar fengið að fjúka að undanförnu og nú eru Everton og Arsenal í stjóraleit.

Kovac var á meðal áhorfenda þegar Everton vann 3-1 sigur á Chelsea í gær og í dag var hann mættur til Birmingham borgar þar sem hann náði að sjá leik WBA og Swansea í B-deildinni og leik Aston Villa og Leicester í ensku úrvalsdeildinni. 

Enskir fjölmiðlar slá því föstu að Kovac verði meðal áhorfenda á Ólympíuleikvangnum í London á morgun þar sem West Ham verður með Arsenal í heimsókn en talið er að Kovac hafi mestan áhuga á að taka við Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×