Enski boltinn

Niko Kovac í leit að starfi á Englandi?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Niko Kovac.
Niko Kovac. vísir/getty

Króatíski knattspyrnustjórinn Niko Kovac er atvinnulaus um þessar mundir eftir að hafa verið rekinn úr starfi hjá Bayern Munchen á dögunum.

England er staðurinn fyrir atvinnulausa knattspyrnustjóra um þessar mundir því þar hafa nokkrir stjórar fengið að fjúka að undanförnu og nú eru Everton og Arsenal í stjóraleit.

Kovac var á meðal áhorfenda þegar Everton vann 3-1 sigur á Chelsea í gær og í dag var hann mættur til Birmingham borgar þar sem hann náði að sjá leik WBA og Swansea í B-deildinni og leik Aston Villa og Leicester í ensku úrvalsdeildinni. 

Enskir fjölmiðlar slá því föstu að Kovac verði meðal áhorfenda á Ólympíuleikvangnum í London á morgun þar sem West Ham verður með Arsenal í heimsókn en talið er að Kovac hafi mestan áhuga á að taka við Arsenal.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.