Enski boltinn

Patrick Vieira sagður tilbúinn að taka við Arsenal liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Vieira og Arsene Wenger með enska meistarabikarinn.
Patrick Vieira og Arsene Wenger með enska meistarabikarinn. Getty/Stuart MacFarlane
Patrick Vieira hefur sagt vinum sínum að hann sé tilbúinn að taka við liði Arsenal en nafn Vieira er víða á síðum ensku blaðanna í morgun.Ensku blöðin eru að velta fyrir sér framtíðarstjóra Arsenal en enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú að eftirmanni Unai Emery.Freddie Ljungberg tók við tímabundið og Arsenal hefur aðeins náð í eitt stig í fyrstu tveimur leikjum hans eftir jafnteflið við Norwich og tap fyrir  Brighton and Hove Albion. Arsenal spilar síðan við West Ham á útivelli í kvöld.Express segir að Mikel Arteta, aðstoðarmaður Pep Guaridola hjá Manchester City, sé efstur á óskalistanum en annar fyrrum leikmaður Arsenal er einnig mikið í umræðunni.Daily Star slær því upp að Frakkinn Patrick Vieira hafi sagt vinum sínum frá því að hann hafi áhuga á að taka við Arsenal liðinu og The Sunday Times segir frá því að Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, vilji einnig sjá Viera í stjórastólnum á EmiratesViera hefur verið knattspyrnustjóri OGC Nice frá því í júní 2018. Opinberlega segist hann ekki vilja fara en einhverji úr vinahóp hans hafa látið vita að áhuga hans á knattspyrnustjórastarfinu hjá Arsenal.„Þú getur aldrei látið sem ekkert sé þegar við erum að tala um félag þar sem þú eyddir níu árum ævi þinnar. Ég er samt með fulla einbeitingu á þessu verkefni mínu hjá Nice og mér líður vel hér. Þetta er spennandi,“ sagði Patrick Vieira við Canal+Patrick Vieira var magnaður á tíma sínum með Arsenal frá 1996 til 2015 og var lykilmaður í liðinu sem tapaði ekki leik á leiktíðinni 2003-04. Viera vann ensku deildina þrisvar og enska bikarinn þrisvar með Arsenal.Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan að Patrick Vieira fór til Juventus sumarið 2005.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.