Erlent

Tyrkir senda fjórar konur ISIS-liða og sjö börn til Frakklands

Samúel Karl Ólason skrifar
Kúrdar halda tugum þúsund kvenna og barna ISIS-liða í Sýrlandi og hafa margar þeirra sloppið að undanförnu eftir innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda, sem þeir segja hryðjuverkamenn.
Kúrdar halda tugum þúsund kvenna og barna ISIS-liða í Sýrlandi og hafa margar þeirra sloppið að undanförnu eftir innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda, sem þeir segja hryðjuverkamenn. EPA/AHMED MARDNLI

Yfirvöld Tyrklands sendu í morgun ellefu „hryðjuverkamenn“ til Frakklands. Ekki er um vígamenn að ræða heldur fjórar eiginkonur vígamanna og sjö börn þeirra. Þær munu hafa flúið úr fangabúðum sýrlenskra Kúrda og voru handsamaðar af Tyrkjum. Innanríkisráðuneyti Tyrklands sagði að um hryðjuverkamenn væri að ræða en Tyrkir segjast halda um 1.200 erlendum ISIS-liðum. Allir verði sendir til heimalanda sinna.

Ráðuneytið segir 59 hryðjuverkamenn hafa verið senda úr landi frá 11. nóvember. Þá tilkynntu Tyrkir að ISIS-liðarnir yrðu sendir úr landi. Af þessum 59 hafa 26 verið sendir til bandaríkjanna og Evrópu, samkvæmt AFP fréttaveitunni.



Samkvæmt frétt Le Monde er þegar búið að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur kvennanna og eru hinar tvær einnig til rannsóknar. Þær eru allar í haldi lögreglu en börnin eru hjá félagsmálayfirvöldum.



Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS



Kúrdar halda tugum þúsund kvenna og barna ISIS-liða í Sýrlandi og hafa margar þeirra sloppið að undanförnu eftir innrás Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda, sem þeir segja hryðjuverkamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×