Langþráð markmið næst með lagningu rafmagns í Langadal og Bása Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Frá framkvæmdunum á leiðinni inn í Langadal. Ferðafélag Íslands Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ferðalangar hafa kost á gistingu á þremur stöðum í Þórsmörk. Húsadal, Langadal og Básum. Átta ár eru síðan rafmagn var leitt í Húsadal, sem stendur næstur mannabyggðum, og síðan hafa forsvarsmenn ferðafélaganna sem halda úti skálunum í Langadal og Básum látið sig dreyma um að fá rafmagn þangað.Þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna sækja Þórsmörk heim á hverju sumri.Ferðafélag ÍslandsStefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands sem rekur skálann í Langadal, segir verksummerki og rask vegna framkvæmdanna með ólíkindum lítil. Jarðýtur á afar stórum beltum hafa verið notaðar og telur Stefán Jökull að verksummerki verði nánast ósjáanleg þegar frost fari úr jörðu. Framkvæmdakostnaður Ferðafélags Íslands nemur rúmum fjórum milljónum króna og giskar Stefán Jökull á að kostnaður Útivistar, sem rekur skála í Básum, sambærilegan. Ferðafélögin nýta framkvæmdirnar til að leggja nýja vatnslögn auk þess sem til stendur að hefja framkvæmdir við endurbyggingu skálans í Langadal sumarið 2021.Stefán Jökull segir framkvæmdir við Skagfjörðsskála á döfinni árið 2021. Undirbúningsvinna sé hafin.Vísir/VilhelmFerðafélögin eru ekki rekin í hagnaðarskyni og taka þau ekki lán fyrir framkvæmdum. Stefán Jökull segir það útskýra hvers vegna framkvæmdir á borð við þessar taki sinn tíma.En hvaða þýðingu hafa þessar framkvæmdir? „Þýðingin er talsvert mikil í því samhengi að við erum að fara að spara okkur talsvert margar ferðir með gas og annað inn í Þórsmörk. Við erum að fara að spara okkur um sex þúsund lítra af olíu sem við höfum notað til kyndingu á húsunum,“ segir Stefán Jökull. Þó breytingin sé verulega umhverfisvæn mun hún ekki hafa meiriháttaráhrif á gesti í Þórsmörk að sögn Stefáns Jökuls. „Það verður eðlilega hægt að hlaða síma, myndavélar og önnur tæki sem hefur verið erfitt hingað til því allt hefur verið rekið á tólf volta rafmagni úr sólarsellum. Lýsingin verður eðlilega talsvert betri og síðan verður mun jafnari hiti í húsunum og þægilegri aðkoma að öllu.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Umhverfismál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira